- Advertisement -

Dagur svarar ekki símanum þegar Hildur hringir: „Er bara spurning hverjir eru kurteisir“

„Ég hef tekið upp símann og hringt í alla oddvita, allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. En svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann. Hann hefur ekki svarað símanum. Ég hringi í alla.“

Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þær þreifingar sem eiga sér stað vegna meirihlutamyndunar í borginni eftir kosningarnar. Hún opinberar að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taki ekki símann þegar hún hringir og bætir við að annar oddviti hafi ekki svarað henni heldur:

„Það voru bara tveir sem svöruðu ekki símanum.“

Hildur segir að þau Dagur hafi því enn ekki rætt saman eftir kosningarnar. 

„Nei, við höfum ekki gert það, ekki ennþá. En mér finnst alveg eðlilegt að við gerum það. Það er auðvitað ekkert endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli en mér finnst það eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: