- Advertisement -

Anna Kristjáns lýsir erfiðri bankareynslu á Tenerife: „Ég var sosum ekkert stressuð“

Vélstjóranum fyrrverandi, Önnu Kristjánsdóttur, sem ritar daglega pistla frá Tenerife, var nýlega hafnað aftur og aftur í banka á eyjunni fögru. Vandamálið snéri að nýjum farsíma sem hún keypti sér og allar tilraunir Önnu til að komast inn á bankareikninginn sinn báru engan árangur.

Anna lýsir reynslu sinni í nýjasta pistli sínum frá Tenerife. Við skulum einfaldlega gefa henni orðð:

„Ég hafði verið í vandræðum með bankareikninginn minn hér í Paradís, hafði ekki komist til að skoða hann síðan gamli síminn gaf upp öndina, en þegar ég fékk nýja símann neitaði kerfið að samþykkja nýja IP tölu og tilraunir mínar til að finna rétta heitið á bankareikningnum mínum gáfu engan árangur og ég tæmdi þessa fimm möguleika á tilraunir mínar við að komast inn á reikninginn minn.

Ég rölti út í banka. Það voru þrjár manneskjur á undan mér í röðinni þannig að ég var númer fjögur. Klukkutíma síðar voru bara tvær manneskjur á undan mér, en þá kom einhver inn sem hafði pantað tíma og ég var aftur orðin númer fjögur í röðinni. Ég gafst upp að sinni og fór heim, settist við tölvuna og tókst að panta tíma, næsti lausi tími eftir heila viku!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég var sosum ekkert stressuð, vitandi að það væru nægir aurar inni á bankareikningnum og svo virkaði debetkortið alveg ágætlega. En samt, ég vildi vita hvað ég átti á bankareikningnum mínum.

Í gær var loksins komið að mér að mæta í bankann og rétt eins og fyrir viku síðan var einungis einn þjónustufulltrúi við afgreiðslu. Ég þurfti ekki að bíða lengi, enda með pantaðan tíma og svo byrjaði baslið við að virkja aftur símann við bankareikninginn. Eftir nokkrar tilraunir tókst loksins að virkja símann, ég þakkaði kærlega fyrir mig og fór heim, ætlaði að skoða bankareikninginn minn. Þá vildi kerfið reyna gáfnafar mitt og heimtaði að ég slægi inn einhvern aukakóða sem ég fann og setti hann inn, en var hafnað. Ég prófaði aftur og aftur var mér hafnað og eftir fimm tilraunir sagði kerfið stop.

Hingað og ekki lengra. Ég fór aftur í bankann og merkilegt nokk, það var bara einn viðskiptavinur á undan mér og um leið og sá var farinn, kom að mér og fékk ég góða kennslu í notkun á nýjum snjallsímum sem og því hvernig ég ætti að leysa úr engum vandamálum.

Ég þakkaði kærlega fyrir mig, thank you very much og mucho gracias og fór heim, opnaði aftur bankareikninginn minn og allt gekk vel og ég sé fram á að geta borgað íbúðarleiguna um næstu mánaðarmót.Ég held að ég og snjallsímar eigum ekki samleið. Þá voru spjallsímarnir betri og ég hugsa dreymandi um gamla Nokia samlokusímann sem virkaði alltaf, jafnvel þótt símahúsið væri farið að molna af elli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: