- Advertisement -

Ólafur er látinn

Ólafur Ólafs­son, fyrr­verandi land­læknir, er látinn, 93 ára að aldri.

Ólafur var skipaður land­læknir árið 1972 og gegndi hann því starfi allt til ársins 1998 að hann lét af störfum.

Ólafur fæddist í Brautar­holti á Kjalar­nesi þann 11. nóvember 1928 og lauk hann stúdents­prófi frá MR árið 1948 og kandídats­prófi frá lækna­deild Há­skóla Ís­lands árið 1957. Hann stundaði fram­halds­nám í læknis­fræði í Sví­þjóð, Dan­mörku og Eng­landi og var sér­fræðingur í lyf­lækningum, hjarta­sjúk­dómum, far­sóttum og í em­bættis­lækningum.

Í embætti Landlæknis varð Ólafur þjóðkunnur og vakti oft athygli fyrir óvenjulegar embættisfærslur.  Hann var óhræddur við að viðra skoðanir sínar á heilbrigðismálumen og var Ólafur knúinn áfram af ríkri réttlætiskennd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ólaf­ur var sæmd­ur stór­ridd­ara­­krossi hinn­ar ís­­lensku fálka­orðu árið 1998. Þá varð hann heiðurs­doktor við lækna­­deild HÍ 1998 og heiðurs­­fé­lagi í Lækna­­fé­lagi Ís­lands árið 1998.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: