- Advertisement -

Bjarni Ben: Hvað er hæfur fjárfestir?

Það var engum sérstaklega hleypt að í þessu ferli heldur var það ljóst frá upphafi að þeir sem teldust hæfir fjárfestar máttu taka þátt. Hvað er hæfur fjárfestir? Það er fjárfestir sem hefur næga reynslu og þekkingu til þess að það megi selja honum án þess að það sé gefin út útboðslýsing, sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi. Hann hélt áfram:

Allir þeir sem gáfu sig fram, lýstu áhuga á því að taka þátt í þessu útboði, sem var opinbert af hálfu Bankasýslunnar, og uppfylltu skilyrði um að vera hæfir sem sagt annars vegar og voru reiðubúnir að greiða verðið sem Bankasýslan á endanum lagði til og ég samþykkti, þeir fengu að taka þátt. Enginn handvalinn. Þetta var opið útboð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: