- Advertisement -

„Stóra verkefnið næstu daga er að velja okkur páskaegg“

Diljá Mist Einarsdóttir.

„Nú þegar stríð hefur staðið yfir í Evrópu í á annan mánuð virðumst við vera farin að mynda ákveðið þol fyrir hryllingssögum frá Úkraínu. Það virðist fátt halda athygli okkar í svo langan tíma. Það er kannski helst talning smita sem hlýtur að eiga Íslandsmet í því að fanga athygli Íslendinga. Þetta er það sem Úkraínumenn hræðast mikið og hafa varað við, að þeir gleymist eftir því sem stríðið dregst á langinn. Það er að dragast á langinn. Við megum ekki láta það gerast. Við eigum frekar að gefa í eftir því sem ástandið varir lengur,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi í dag.

„Með hverjum degi sem líður verður ástandið líka verra og fleiri deyja, fleiri særast og fleiri leggja á flótta. Við verðum því að leggja okkur meira fram, leggja meira af mörkum, aðstoða meira, hjálpa fleirum. Hæstv. utanríkisráðherra og utanríkisþjónustan okkar eiga hrós skilið fyrir að láta ekki sitt eftir liggja þar. Nú er dagurinn orðið lengri hjá okkur, það er sól úti og stóra verkefnið næstu daga er að velja okkur páskaegg. Á sama tíma berst þessi hugrakka þjóð, Úkraínumenn, fyrir hlutum sem okkur þykja orðið sjálfsagðir; fyrir frelsi og fyrir mannréttindum. Við sem búum hér við frið og velmegun, sem aðrir börðust fyrir því að við njótum, þurfum að gera allt sem við getum til að leggja þeim lið. Það er margt sem lítil herlaus þjóð getur þó gert, ekki síst með því að taka Úkraínumönnum hér opnum örmum og leggja alþjóðasamfélaginu lið í því að gera það sama.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: