- Advertisement -

Mótmælt á Austurvelli á morgun

Besta leiðin til að ræna banka er að eiga banka. Mætum og mótmælum bankaráninu á laugardaginn kl. 14 á Austurvelli.

Dagskrá:

  • * Þorvaldur Gylfason
  • * Ásta Lóa Þórsdóttir
  • * Gunnar Smári Egilsson
  • * Ragnar Þór Ingólfsson

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars. Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, keypti hlut fyrir rúmar 296 milljónir króna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það hefur verið takmark þeirra Engeyinga að eignast bankann aftur en Glitnisskjölin afhjúpuðu hvernig Bjarni Ben og fjölskylda fóru með Glitni, nú Íslandsbanki, eins og sinn persónulega sparibauk og fengu milljarða afskriftir og lán til að kaupa upp íslensk fyrirtæki.


Fjölskylda Bjarna Ben átti leiðandi hluti í Íslandsbanka fram til vorsins 2007 og fékk 130 milljarða í afskriftir eftir hrunið.

Núna er Bjarni og faðir hans aftur komnir með hrammana í bankann. Þá var Þorsteinn Már stjórnarmaður í Glitni á hrunárinu. Eins og máltækið segir, besta leiðin til að ræna banka er að eiga banka. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: