- Advertisement -

„Ógeðslega útlendingafrumvarpinu var hleypt í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna“

„Þetta er mannúðin í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, takk fyrir.“

„Ég þorði nú ekki að trúa því fyrr en ég tók á því, en ógeðslega útlendingafrumvarpinu var hleypt í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna. Hér hafa verið gerðar örlitlar breytingar frá þeim hryllingi sem birtist í samráðsgáttinni. Nú er ekki lengur í boði að þvinga fólk í læknisrannsóknir til að henda því úr landi. Það má bara þvinga það í PCR-próf til að henda því úr landi,“ sagði Píratinn Andrés Ingi Jónsson.

„Enn erum við hér með heimild til að synja flóttafólki um alla þjónustu, henda því út á götuna nema það er búið að bæta við varnagla um að það megi ekki gera við alvarlega veika einstaklinga eða fólk með fötlun. Ég held að palestínsku flóttamönnunum sem var hent út á götuna fyrir ári sé nokkuð sama um það, vegna þess að þetta ákvæði hefði gert það leyfilegt. Það sem stjórnvöld voru gerð afturreka með, vegna þess að það þótti brjóta allar mannúðarskuldbindingar íslenska ríkisins, kærunefnd útlendingamála gerði stjórnvöld afturreka með þetta — það á að gera lagagrundvöll fyrir því. Þetta er mannúðin í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, takk fyrir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: