Föðurlandssvikarar og glæpamenn
Vigfús Ásbjörnsson:
Á meðan þetta er að gerast þá tárast Svandís Svavarsdóttir yfir frekjunni í þjóðinni að vilja fá mannsæmandi aðgengi í að nýta auðlindir sínar með frelsi til handfæraveiða og þar með eflingu búsetuskilyrða og lífsgæða fólksins í landinu.
Hámarks aflahlutdeild í krókaaflamarki er 5%. Hámarksaflahlutdeild í aflamarkskerfinu er 12% samkvæmt lögum. Þetta þýðir að 20 útgerðir geti átt allt krókaaflamark við Ísland og rúmlega 8 útgerðir geta átt allt aflamarkið samkvæmt núgildandi lögum svo framarlega sem þær falli undir mjög loðnar reglur um hvað sé að vera tengdur aðili. Auðvitað er búið að brjóta þessi lög eins og alþjóð veit, og það er gert í boði alþingis og embættismanna þjóðarinnar sem að meirihluta til eru ekkert annað en föðurlandssvikarar og glæpamenn.
Er þetta samfélagið sem þjóðin vill?
Þetta er náttúrulega gjörsamlega galið og sýnir okkur að meirihlutinn á alþingi er alveg sama um þjóðina og samfélagið. Samtals gætu þá verið 28 útgerðir við Ísland þegar fram líða stundir. Allar þessar útgerðir eru svo búnar til einungis til að hámarka arðsemi hluthafa alveg sama hvað það veldur samfélaginu miklum skaða í samvinnu við bankana. Hvað heita svona ríki og samfélög? Okkur vantar þingmenn sem leggja til umtalsvert minna hámarks aflamark á útgerð og skilda aðila við Ísland. Kvótakerfið er komið á endastöð fyrir löngu síðan og veldur okkur fólkinu í landinu ómælanlegum skaða. Það þarf að grípa inn í. Nægjanlegt kvótaþak á útgerð ætti að vera svona 1% til að tryggja dreifða atvinnustarfsemi inni í þessu kerfi og svo æðakerfi landsins til allra landshluta og sveitarfélaga virki. Ekki veit ég hvað hámarksaflamark á einstaka útgerðir og skyldra aðila er í öðrum löndum en það væri gott að fá að vita það ef einhver er með það á hreinu.
Vigfús:
Nú munu þau sjávarútvegsfyrirtækin sem eru á uppsjávarveiðum verða gjörsamlega stútfull af peningum eftir þá loðnuvertíð sem nú er i gangi.
Nú munu þau sjávarútvegsfyrirtækin sem eru á uppsjávarveiðum verða gjörsamlega stútfull af peningum eftir þá loðnuvertíð sem nú er i gangi. Það er gott að það gangi vel og það er gott að það verði til peningar en þeir verða ekki til mikils góðs ef þetta lendir á allt of fáar hendur.
Það fylgir mikil samfélagsábyrgð að eiga mikið af peningum sem fengnir eru með nýtingu auðlinda samfélagsins. Samfélagsleg ábyrgð gagnvart samfélaginu sem gerði þeim kleift að eignast allan þann auð sem er að renna í alltof fáa vasa. Ekkert auðlindagjald munu þessar útgerðir þurfa að greiða til samfélagsins vegna yfirstandandi loðnuvertíðar sem er hneyksli og skandall. Og hvað kallast slíkt samfélag aftur? Á meðan er ekki hægt að byggja hér almennilegan spítala, leggja hér vegi án þess að leggja á sérstakan skatt á fólkið, byggja hér næg hjúkrunarheimili og leikskóla í sveitarfélögunum okkar og ekki er hægt að tryggja gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld frekar en lágmarksframfærslu handa þeim verst settu. Eru þessir peningar ekki líka í vinnu við að koma í veg fyrir að þjóðin fái sína nýju stjórnarskrá? Er þjónum þjóðarinnar bara skít sama eða hafa þau ekki bein í nefinu til að vinna fyrir þjóðina eins og þau eru kosin til að gera. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Af hverju er enginn þingmaður að leggja auðlindagjald á loðnuvertíðina?
Allir þessir peningar sem verða eftir í örfáum vösum munu svo fara að leita sér að vinnu, enn bara vinnu við að hámarka arðsemi hluthafa með sem minnstum arði til samfélagsins. Þessir peningar fara jafnvel að leita sér að vinnu sem vinna gegn hagsmunum samfélagsins, það er einmitt það sem þeir hafa oftar en ekki verið nýttir í. Þar sem þetta eru gígantískar upphæðir sem einungis nokkrar fjölskyldur eru að fá mun verða líklegt að fjármagnið muni verða notað að hluta til enn meiri samþjöppunar í sjávarútvegi sem mun svo leiða af sér enn meiri auð handa örfáum aðilum og gera vítahring kvótakerfisins erfiðari til að rjúfa sem þarf að gerast fyrr en seinna. Aðrir peningar i landinu geta ekki keppt við það fjármagn sem um er að ræða. Hvorki í sjávarútvegi né annars staðar í samfélaginu, þeir fá allt sem þeir vilja fá. Þessir peningar eru meira að segja að keppa við fólk sem er að reyna að kaupa sér þak yfir höfuðið. Kannski verður megnið af hagnaðnum tekinn út í öðru landi en hér heima svona til að þurfa ekki að borga skatta til samfélagsins sem á jú auðlindina sem þessar útgerðir fá að nýta og til að passa uppá það að gengi krónunnar haldist veikt með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning.
Það virðist vera að samfélags ábyrgð útgerðarfélaga sé nákvæmlega engin og í raun með öfugum formerkjum því þetta kostar okkur fólkið svo mikið að það er ekki á hendi færustu hagfræðinga heims að reikna skaðann. Miðað við hvaða árangur kvótakerfið hefur haft í að útrýma hér fiskistofnum þá gætum við allt eins verið búin að slátra síðasta ugga hér í hafinu fyrir árið 2050 þar sem flest allir fiskistofnar eru mjög hnignandi og sumum hefur verið útrýmt. Kannski er þeim sem eru að skapa sér þann mikla auð með nýtingu auðlinda okkar bara alveg nákvæmlega sama. Hann verður jú búin að gera bankareikninga sína svo feita á kostnað þjóðarinnar að það er meira líkt með konungsveldum en velgengni með rekstur.
Á meðan þetta er að gerast þá tárast Svandís Svavarsdóttir yfir frekjunni í þjóðinni að vilja fá mannsæmandi aðgengi í að nýta auðlindir sínar með frelsi til handfæraveiða og þar með eflingu búsetuskilyrða og lífsgæða fólksins í landinu. Hverskonar samfélag erum við að láta þetta lið komast upp með að búa til. Hvað heitir svona samfélagsgerð?