Ásmundur skýrir afhroðið
Ásmundur Friðriksson tapaði illa í prófkjörinu í Rangárþingi ytra. Komst ekki á blað. En hvað olli afhroðinu?
„Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur í samtali á Vísi.
Flottust er skýringin að hann hafi tapað illa meðal annars vegna þess að svo margir hafi viljað hafa hann áfram á þingi. Það má svo sem vel vera.