Vigfús Ásbjörnsson skrifar:
…og eyðileggingu á búsvæðum heldur drepa togveiðar 3-5 sinnum meira af fiski en veiðarfærið veiðir. Hvaða heilvita manni dettur í hug að fara svoleiðis með auðlindir okkar?
…og eyðileggingu á búsvæðum heldur drepa togveiðar 3-5 sinnum meira af fiski en veiðarfærið veiðir. Hvaða heilvita manni dettur í hug að fara svoleiðis með auðlindir okkar?
Vissuð þið að 62% bolfisks á Íslandsmiðum var veiddur af togurum árið 2020 og hlutfallið fer stækkandi ár frá ári. Þetta er hrikaleg þróun og 62% of mikið. Undanfarin 5 ár hafa 16 nýir togarar bæst í flotann. Eins og rannsóknir sína þá er ekki nóg með það að togveiðarfæri valda súrnun sjávar með því að róta upp koltvísýringi sem bundin er í jarðlögum hafsbotnsins og eyðileggingu á búsvæðum heldur drepa togveiðar 3-5 sinnum meira af fiski en veiðarfærið veiðir. Hvaða heilvita manni dettur í hug að fara svoleiðis með auðlindir okkar?
Eins og við vitum þá var 100% af humarstofninum veiddur í togveiðarfæri af stórum togurum núna síðustu árin. Afl, skip og veiðarfæri fóru sífellt stækkandi þar til vistkerfið hrundi. Við vitum hvað gerðist, humarstofninum var markvisst útrýmt fyrir framan nefið á okkur og Hafró, slíkur er gereyðingarmátturinn og það var ekkert brugðist við. Fánum umhverfisvottunnar MSC var bara flaggað hærra í stöngina. Lítill togari í dag hefur sama eyðileggingarmátt og risastór úthafstogari hafði hér 1984. Aflið í þessum skipum er orðið svo gígantískt að þessi skip geta dregið nánast hvaða gereyðingarvopn á eftir sér óháð stærð og þyngd.
Samhliða afl aukningunni hafa veiðarfæri þeirra farið stækkandi svo um munar og þyngd þeirra aukist og neikvæð áhrif þeirra á vistkerfi sjávar aukist samhliða því. Togari er með öðrum orðum gereyðingarvopn á umhverfi sitt. Við erum að horfa hér á togara á sumrin dragandi gereyðingarvopn sín í gegnum síldartorfur sem koma hér í miklu magni upp á landgrunnið á sumrin til hrygningar. Þessu verðum við vitni að á hverju einasta sumri. Togað er aftur og aftur í gegnum hrygnandi síldina á hrygningarstöðvum sínum. Hverskonar fiskveiðistjórnun er hér í gangi?
Það er enginn furða að árangur kvótakerfisins við uppbyggingu fiskistofna hér við land sé minni en enginn. Það var aldrei verið að hugsa um umhverfið, bara ræna þjóðina auðlindum sínum og völdum og færa örfáum. Þetta snerist bara um peninga og völd. Nú erum við að vera komin á stað sem þjóðfélag þar sem sjálfstæði þjóðarinnar hefur verið einkavætt og lýðræðið okkar liggur undir stanslausum árásum. Þjóðin, stjórnmálamenn og vísindamenn eru þjökuð af einhverskonar kúgun og hræðslu við að standa upp fyrir sjálfan sig og fyrir þjóð sína. Hugsið ykkur hvert við erum komin! Maður spyr sig að því hvað aðilar eins og SFS sé að hugsa, hafa þeir engar hugsjónir fyrir sanngjarnt samfélag? Eru þeir ekki með neina umhverfisvitund, samvisku gagnvart umhverfinu, þjóð sinni eða langtímamarkmið um að það verði einhver fiskistofn eftir á Íslandsmiðum eftir nokkur ár.
Ábyrgð þeirra sem nýta auðlindina er mikil og sama á við um stjórnmálamenn og vísindamenn sem leyfa þessu að viðgangast ár eftir ár og þetta er þjóðfélaginu gríðarlega dýrt. Byrjið á því að taka þessa MSC vottun af togaraveiddum fiski. Algert bann ætti svo að vera sett á togveiðar í að minnsta kosti innan 50 mílna lögsögu þjóðarinnar. Það er kominn tími til að snúa þessari þróun við áður en skaðinn verður óafturkræfur og að öllum fiskistofnum okkar verði tortímt með gereyðingarvopnum eins og hefur verið gert við humarinn okkar. Hér við land ætti einungis að vera leyfð umhverfisvæn veiðarfæri, handfæraveiðar ættu að vera alfarið frjálsar þar sem þær ógna ekki lífríkinu og eiga ekkert sameiginlegt með tortímingarmætti togveiða og þjóðin á að fá fullt gjald frá þeim sem þessa auðlind nýta.
Rannsóknir benda til að 14-17% aflaheimilda í þorski og ýsu séu enn í upprunalegri eigu og 24-26% af aflahlutdeildum í ufsa. Þetta þýðir að þessar heimildir hafa aldrei verið keyptar og þar með ekkert verið greitt fyrir þær, eingöngu teknar frá þjóðinni og færðar einhverjum öðrum sem er sama orðalag og SFS notar um þjóðina sem vill aðgengi sitt til baka. Væri ekki tilvalið að innkalla allar heimildir sem eru en á upprunalegum höndum og útgerðir tóku frá þjóðinni núna strax og setja í 5,3% pottinn til handa þjóðinni til að nýta. Þessar útgerðir eru búnar að fá að veiða þessar heimildir í tugi ára sem forgjöf og forréttindi sem þeim einum var falið og gerði þeim kleift að verða þeir risar sem þeir nú eru orðnir. Að verða slíkur risi af nýtingu sameiginlegra auðlinda er mikið ábyrgðarhlutverk því risar hafa líka ákveðin völd sem hefur sýnt sig svo vel. Það að hafa völd er ekki öllum gefið eins og þið öll vitið og margir hverjir sem hafa þau, misnota þau.
Það er nákvæmlega sú birtingarmynd sem við höfum á meðferð þeirra valda sem margar útgerðir landsins virðast hafa. Við erum alltaf að verða vitni af misnotkun valds hér á landi sem er bæði sjálfstæði okkar og lýðræði stór hættulegt. Valds sem er fengið með nýtingu okkar eigin auðlinda. Nú er kominn tími til að nýta þessar auðlindir saman og ekki til að hámarka arðsemi hluthafa og hjálpa þeim að misnota sín völd því það hefur sannast að það er stórhættulegur leikur heldur til að hámarka arðsemi þjóðarinnar og samfélagsins sem á þessar heimildir skuldlaust. Þeir sem ekki geta unað því að nýta sameiginlegar auðlindir saman, verða bara að pakka saman og finna sér eitthvað annað að gera. Nánast allar tölur eru fengnar úr skýrslu sem er inni á stjórnarráðinu og heitir Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi 2021. Takið ábyrgð á hlutverki ykkar…