- Advertisement -

Er borgarlínan innihaldslaus froða?

Skýrsl­ur og áætlan­ir hafa verið gerðar, en enn hef­ur ekki fund­ist lausn á hver og hvernig á að reka kerfið.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem keppir að því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verða þar með bæjarstjóraefni, skrifar í Moggann í dag. Við lestur greinar hennar vakna margar spurningar varðandi borgarlínuna.

„Ég sit í stjórn Strætó bs. þar sem starfs­menn og stjórn glíma við tölu­verðan rekstr­ar­vanda eft­ir erfið Covid-ár. Það virðist verða okk­ur erfitt að ná fólki aft­ur inn í vagn­ana og ekki auðséð hvort það sé vegna þess að fólk vill síður vagna­flutn­ing, sé enn frek­ar komið á raf­skút­ur og hjól, hvort bíla­eign hafi auk­ist eða hvort fjar­nám og -vinna sé kom­in til að vera. Eig­end­ur Strætó heim­iluðu lán­tök­ur fyr­ir rekstri á kom­andi ári sem og vagna­kaup­um í þeirri von að það birti til í rekstr­in­um á næsta ári. Þrátt fyr­ir það þurf­um við að hagræða í rekstri og það er aðeins gert með því að fikta í leiðakerf­inu sem hef­ur áhrif á þjón­ust­una,“ skrifar Karen.

Hún lýsir vandræðaástandi hjá Strætó. Karen er hugsi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borgarlínan:

Í sam­ræðum mín­um við þing­menn og ráðherra virðist eng­inn þeirra vera til­bú­inn til þess að leggja til aukið fé í rekst­ur borg­ar­línu eða vagna­kaup. Hver er þá staðan?

„Í þess­ari stöðu á ég erfitt með að ná utan um borg­ar­línu­verk­efnið. Flest­ir virðast gera ráð fyr­ir því að borg­ar­lín­an verði hýst inn­an veggja Strætó en slík ákvörðun hef­ur hvergi verið form­lega tek­in og því fylg­ir tölu­verð óvissa. Ég er al­ger­lega fylgj­andi því að efla al­menn­ings­sam­göng­ur og tel þær nauðsyn­leg­an val­kost fyr­ir al­menn­ing. Til þess að þær gangi þurfa þær að stytta ferðatíma og vera áreiðan­leg­ar. Vegna þessa kom fram svo­kölluð borg­ar­línu­hug­mynd, sem lif­ir að því er virðist sjálf­stæðu lífi án þess að efn­is­leg umræða hafi nokk­urn tím­ann verið tek­in inn­an bæj­ar- og borg­ar­stjórn­ar. Í mín­um huga er þetta verk­efni al­ger­lega ófjár­magnað, hvort sem það snýr að rekstri, vagna­kaup­um eða stoppistöðvum. Þetta er al­ger­lega óviðun­andi staða fyr­ir mig sem kjör­inn full­trúa íbúa í Kópa­vogi.“

Þetta er svolítið íslenskt: „Í mín­um huga er þetta verk­efni al­ger­lega ófjár­magnað…“

Þessu til staðfestingar skrifar hún:

„Í sam­ræðum mín­um við þing­menn og ráðherra virðist eng­inn þeirra vera til­bú­inn til þess að leggja til aukið fé í rekst­ur borg­ar­línu eða vagna­kaup. Hver er þá staðan? Jú, það hlýt­ur þá að vera svo að gert sé ráð fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög­in fjár­magni þetta sem nú þegar eru að hika við að auka fé til Strætó. Hvert og eitt sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu er með sín­ar fjár­hags­áætlan­ir í járn­um eft­ir und­an­far­in tvö ár og gleym­um ekki að tekju­stofn­ar sveit­ar­fé­laga eru eins­leit­ir og fáir. Þrátt fyr­ir þessa óvissu eru sveit­ar­fé­lög­in með á sínu borði til­lög­ur að út­færslu borg­ar­línureina sem raska skipu­lagi bæj­ar­fé­laga a.m.k. hér í Kópa­vogi, þar sem fyrsti legg­ur á að fara í gegn­um Borg­ar­holts­braut og yfir Fossvogsbrú. Hér fer ekki sam­an hljóð og mynd og ljóst að fram­bjóðend­ur til sveit­ar­stjórna þurfa að sökkva sér í þetta stóra verk­efni sem gróf­lega er áætlað að kosti 2,5 millj­arða auka­lega í rekstri leiðakerf­is Strætó.“

Grein Karenar endar svona:

„Skýrsl­ur og áætlan­ir hafa verið gerðar, en enn hef­ur ekki fund­ist lausn á hver og hvernig á að reka kerfið. Hins veg­ar hef­ur sam­gönguráðherra verið sá eini sem hef­ur talað al­veg skýrt um þetta. Hann sér ekki fyr­ir sér að ríkið komi til með að auka neitt við það fjár­magn sem renni til rekstr­ar al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu sam­fara því að nýtt kerfi hágæða al­menn­ings­sam­gangna, borg­ar­lína, verður tekið í notk­un.“

Er þetta þá allt ein froða?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: