- Advertisement -

Bjarna og ríkisstjórninni virðist ekki standa mikil ógn af verðbólgunni

„Nei, ríkisstjórnin stingur hausnum í gin verðbólgudraugsins og segist þar með ekki sjá eða hafa áhyggjur af verðbólgu.“

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Nei, allt fyrir fyrirtækin, sem er gott, en ekkert fyrir heimilin eða unga fólkið…

„Nú mælist vísitala neysluverðs 5,7 prósent. Ég hef ítrekað viðrað áhyggjur mínar af verðbólguþróun og vaxandi verðbólgu í óundirbúnum fyrirspurnum til hæstvirtan fjármálaráðherra á síðasta ári en hæstvirtur fjármálaráðherra virtist ekki þá frekar en núna deila áhyggjum mínum af því að verðbólguskrímslið væri vaknað og farið af stað með tilheyrandi hækkunum á afborgunum af íbúðalánum fólks,“ sagði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í gær.

„Honum og ríkisstjórninni virðist ekki standa mikil ógn af verðbólgunni. Verðbólga á ársgrundvelli hefur mælst 5,7 prósent og virðist vera að aukast statt og stöðugt. Hún er 3,7 prósent án húsnæðisliðar. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp þar sem mælt er með afnámi verðtryggðra húsnæðislána í eitt skipti fyrir öll. Þeir sem eru með verðtryggð húsnæðislán eru þeir sem hafa það verst í okkar samfélagi. Þeir eru með þessi lán vegna hagstæðrar greiðslubyrðar. Það er fólkið sem tekur þessi lán og verður að taka þau því að það er ekki annað í boði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, ríkisstjórnin stingur hausnum í gin verðbólgudraugsins.

Svo kom þetta: „Nei, ríkisstjórnin stingur hausnum í gin verðbólgudraugsins og segist þar með ekki sjá eða hafa áhyggjur af verðbólgu. Það eru skýr skilaboð til fólks um ríkisstjórnin ætli ekkert að gera fyrir heimilin. Nei, allt fyrir fyrirtækin, sem er gott, en ekkert fyrir heimilin eða unga fólkið sem sér fram á greiðsluþrot og að missa heimili sín og enda að lokum á okurmarkaði leigu og í heilsuspillandi húsnæði, eins og gerðist eftir bankahrunið.“

„Verðtryggingin er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk og því er ekkert mál fyrir ríkisstjórnina að frysta hana eða taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Nei, fjölskyldan sem sér fram á að geta ekki greitt stórhækkaða greiðslubyrði af lánum sínum er ekki á sama hjálparstað og fyrirtækin. Nei, okurleigu skulu þau sum verða að borga og ef þau sluppu af okurleigumarkaðnum og í eigið húsnæði þá skulu þau einnig borga hækkandi verð sem þau ráða ekki við eða skulu éta það sem úti frýs í boði ríkisstjórnarinnar,“ þannig endaði Guðmundur Ingi ræðu sína.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: