Úlfar Hauksson skrifar:
En í ljósi þess að aflinn fékkst í flottroll á hefðbundinni þorskslóð úti fyrir Langanesi myndi Smári – hinn grjótharði blaðaðamaður úr Verbúðinni – spyrja hversu mikið af þorski var í aflanum.
Hér er talað um heimsmet… gott og vel. Það er nú svosem varla frétt að stórt og öflugt uppsjávarskip fái góðan afla á miðri loðnuvertíð. En í ljósi þess að aflinn fékkst í flottroll á hefðbundinni þorskslóð úti fyrir Langanesi myndi Smári – hinn grjótharði blaðaðamaður úr Verbúðinni – spyrja hversu mikið af þorski var í aflanum. Þorski sem hvergi kemur fram og er utan kvóta. Smári myndi líta á það sem frétt ekki síst í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir er að skerða kvóta strandveiðibáta um 1500 tonn…. með þeim rökstuðningi að verið sé að fara eftir vísindalegri ráðgjöf Hafró. Auðvitað ætti að draga þessi 1500 tonn af kvóta stórútgerða sem gera út loðnuskip. Stórútgerða sem greiða ekki krónu í veiðigjöld af loðnuafla… ekki eina krónu. Smári myndi örugglega ná þeim punkti líka inn í fréttina…..Ship-O-hoj og hana nú…