Í Fréttablaðinu í dag er þetta að finna: „Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, kveðst vera gapandi yfir því hvernig flokkur forsætisráðherra, Vinstri græn, láti Sjálfstæðisflokknum eftir utanríkisstefnuna við ríkisstjórnarborðið. Fyrir vikið sé svo komið að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, skipuð af þeim flokki, ráði allri utanríkisstefnu landsins.“
Bandaríkjamenn undirbúa að vera hér lengur og meir en áður var. Það er ekki bara Guttormur Þorsteinsson sem er undrandi á að flokkur eins og Vg láti þetta gerast á sinni vakt. Flokkurinn var áður harður andstæðingur allskyns hernaðar og hernaðarbrölts.
Breyttir tímar.