- Advertisement -

Fyrrverandi þingmenn Vg lýsa yfir vonbrigðum með niðurskurð strandveiða

„Það urðu okkur mikil vonbrigði að sjá að strandveiðar á komandi sumri skulu verulega skertar.“

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson, sem bæði sátu á Alþingi fyrir Vinstri græn þar til kosið var í haust sem leið, eru allt annað en sátt við fyrirséðan niðurskurð á strandveiðum. Þeirra kona, Svandís Svavarsdóttir, er jú núna sjávarútvegsráðherra.

Lilja Rafney og Ari Trausti skrifa í Fréttablaðið í dag. Í grein þeirra segir:

„Það urðu okkur mikil vonbrigði að sjá að strandveiðar á komandi sumri skulu verulega skertar. Í stað þess ætti að tryggja 48 vinnudaga á veiðitímabilinu. Það lögðu þingmenn VG til á á liðnu þingi m.a. í krafti formennsku í atvinnuveganefnd. Skerðingin setur veiðarnar í uppnám. Hún getur rýrt mikla vinnu sem farið hefur fram við að ná samstöðu um efldar strandveiðar og að tryggja þær til framtíðar, með jafnræði og öryggi sjómanna í huga.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ari Trausti og Lilja Rafney eru bæði vonsvikin með boðaðann niðurskurð.

Sagan segir okkur að margbreytilegar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir stórútgerðina í gegnum tíðina sem ræður yfir 80 til 90% af öllum afla á Íslandsmiðum. Má þar nefna m.a. aukna yfirfærslu aflaheimilda á milli ára, sem talin hefur rúmast innan vísindalegrar ráðgjafar, og einnig niðurfellingu veiðigjalda,“ skrifa þau Lilja og Ari.

Vonbrigðin leyna sér ekki. Enn sér ekki hver munurinn er á Svandísi Svavarsdóttur og Krisjáni Þór Júlíussyni.

„Handfæraveiðar eru vistvænar og geta afar seint valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Meðal annars þess vegna á að leita allra leiða til að koma í veg fyrir niðurskurð 2022. Leyfa heldur þessari ábyrgu og sjálf bæru atvinnugrein að blómstra og festast varanlega í sessi í sjávarbyggðum landsins. Það er á ábyrgð okkar í VG, sem komum strandveiðunum á 2009, að standa vörð um þær og efla,“ skrifa þingmennirnir fyrrverandi.

„Vel getur verið að ráðherrann okkar nái að draga úr skerðingunni þegar vorar. Hún hefur viljann til þess og hugur hennar stendur til þess í anda stefnu VG. Við bæði treystum og hvetjum til þess að svo megi verða á ári sjálfbærra veiða. Það urðu okkur mikil vonbrigði að sjá að strandveiðar á komandi sumri skulu verulega skertar,“ skrifar þau.

Vel má vera að Svandís hafi viljann. En hvort hún hefur styrk til að fara gegn Sjálfstæðisflokki er svo allt annað mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: