- Advertisement -

Halldór Benjamín bankar upp á hjá Bjarna sínum

„Ég einfaldlega fullyrði að það verður þungt hljóð í atvinnulífinu ef það á að fara að herða enn frekar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um líklegar breytingar á sóttvarnaraðgerðum, í Fréttablaðinu í dag.

Honum að segja á þetta eflaust við um fleiri en Halldór og hans launagreiðendur. Við hin tökum þessu samt. Ekki með gleði. Heldur af alvöru.

Ef áfram er lesið skýrist hvað vakir fyrir HBÞ:

 „Stjórnvöld verða að styðja betur við atvinnulífið og útvíkka lokunarstyrki og önnur fjárhagsleg úrræði. Við megum engan tíma missa og eðlileg krafa að stuðningsúrræði fyrir atvinnulífið séu kynnt samhliða ef til stendur að herða sóttvarnarreglur enn frekar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auðvitað, vill áfram vaða í ríkiskassann eins og hverja aðra kjörbúð. Hann gerir sig líklegan til að banka enn og aftur upp á Bjarna sínum, fjármálaráðherra. Það hefur gefist vel hingað til.

„Brugðist var við því með því að breyta reglum um sóttkví þannig að einstaklingar sem eru þríbólusettir gátu farið í smitgát í stað þess að fara í sóttkví,“ sagði hann. Þarna vill hann greinilega leiðrétta sóttvarnarlækni. Þykist vita betur, hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: