- Advertisement -

Sagði Willum ósatt um stuðning við LSH?

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Heilbrigðisráðherra segir: „Þetta var sett í samhengi við fjármögnun á Landspítala þá eigum við ekki að vera að rugla því saman. Spítalinn þarf allan stuðning og fær allan stuðning.“

Ríkisstjórnarflokkarnir er nýbúnir að samþykkja fjárlög sem færði raunvöxt (fleira fólk, fleiri eldri) yfir í fjármögnun fyrir nýtt vaktakerfi. Það var ítrekað bent á að það þýddi að þá vantaði fjármögnun á aukningu á grunnstærðinni í heilbrigðiskerfinu.

Þannig að nei, þetta er einfaldlega ekki satt. Spítalinn er ekki að fá allan stuðning. Að minnsta kosti ekki samkvæmt fjárlögum því þar kemur það fram svart á hvítu. Þetta veit fyrrum formaður fjárlaganefndar og núverandi heilbrigðisráðherra. Ef það á að „redda“ því einhvern vegin öðruvísi þá skil ég ekki til hvers fjárlög eru eiginlega.

Í umsögn Landsspítalans: „Það sem gerir stöðuna snúnari er að til að fjármagna kjarasamningsbundin áhrif af Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru felldar brott fjárveitingar sem hafa verið nefndar; „reiknaður raunvöxtur og hafa numið 1,8% af gjaldaheimild fjárlaga fyrra árs og er ætlað að mæta lýðfræðilegum breytingum þ.e. fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri og framþróun í meðferðarúrræðum ofl.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: