- Advertisement -

„Þvílík andskotans hræsni sem þetta er“

Vilhjálmur Birgisson.

Í Kryddsíldinni fullyrti Katrín forsætisráðherra að laun þingmanna hefðu hækkað með sama hætti og önnur laun í landinu. Enginn andmælti Katrínu. Vilhjálmur Birgisson skrifaði þetta tveimur dögum fyrir Kryddsíldarþáttinn:

„En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum.

Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum.

Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: