- Advertisement -

Bjarni segir kaupmátt bóta almannatrygginga aukast ár frá ári

„Hann finnur alltaf einhverja afsökun fyrir því að halda frítekjumarki atvinnutekna hjá öryrkjum í 109.600 kr. ár eftir ár eftir ár.“

Jóhann Páll Pálsson Samfylkingu.

„Hvernig stendur á því að það er alveg sama hversu vel árar í samfélaginu, það er alveg sama hvort það er uppgangur í hagkerfinu eða hvort það er kreppuástand, að það þarf alltaf að skilja þá tekjulægstu eftir? Hæstvirtur fjármálaráðherra finnur alltaf einhverja afsökun fyrir að ríghalda grunnbótum almannatrygginga langt undir lágmarkslaunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi.

Jóhann Páll sagði Bjarna Benediktsson alltaf finna sér einhverja afsökun fyrir því að ríghalda frítekjumarki t.d. lífeyristekna hjá eldri borgurum í 25.000 kr. „Hann finnur alltaf einhverja afsökun fyrir því að halda frítekjumarki atvinnutekna hjá öryrkjum í 109.600 kr. ár eftir ár eftir ár.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allar rannsóknir sýna…

„…er það þannig, ef við skoðum þróun kaupmáttar bóta almannatrygginga á undanförnum árum, að erfitt er að finna tímabil þar sem kaupmáttur þeirra bóta hefur vaxið jafn mikið jafnt og þétt ár eftir ár og ég hafna því þess vegna algerlega að við höfum látið öryrkja sitja sérstaklega eftir,“ svaraði Bjarni Benediktsson.

„Allar rannsóknir sýna, hvort sem litið er til ellilífeyrisþega eða annarra þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið, að það hefur tekist að verja og bæta við kaupmáttinn ár frá ári. Stóra verkefnið sem bíður okkar í tilviki öryrkja er að gera allsherjarkerfisbreytingu sem ég talaði fyrir í aðdraganda kosninga og bind vonir við að við náum að framkvæma á þessu kjörtímabili,“ sagði ráðherrann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: