- Advertisement -

Hafa flutt 500 störf úr landi

„…þá er staðan gríðarlega ójöfn.“

„Þetta mál er varðar útflutning á ferskum fiski er gríðarlegt atvinnuspursmál fyrir okkur Íslendinga og í sjávarbyggðunum. Það liggur fyrir að hér hafa tugir fyrirtækja hætt starfsemi vegna útflutnings á ferskum fiski. Það er varlega áætlað að u.þ.b. 500 störf séu flutt út. Ég man ekki nákvæmlega hvort þetta eru 60.000 tonn af fiski sem flutt eru út á hverju ári, sem er náttúrlega gríðarlegt magn, og unnið á meginlandi Evrópu þar sem jafnvel Íslendingar eiga fiskverkanir eða fiskvinnslur,“ sagði Ásmundur Friðriksson á Alþingi.

„Í Evrópusambandinu búa fyrirtækja við það, t.d. ef þú stofnar fiskvinnslufyrirtæki í Póllandi og það kostar milljarða að byggja fyrirtækið upp þá færðu 80 prósent stofnkostnað endurgreiddan eða 800 milljónir. Þetta er náttúrlega gríðarlegt samkeppnisforskot sem slík fyrirtæki hafa auk þess sem leyfilegt er í Evrópusambandinu að versla við starfsmannaleigur sem bjóða upp á starfsmenn sem hafa laun sem eru svo fjarri því sem eru í boði á Íslandi,“ sagði Ásmundur.

„Laun í Póllandi eru t.d. bara einn þriðji af því sem lægstu laun eru á Íslandi, hvað þá þegar þú ert kominn með starfsmannaleigur. Þannig að þegar er verið að keppa um þetta á fiskmörkuðum hér, fiskverkendur á Íslandi eru að keppa við fiskverkendur í Póllandi, þá er staðan gríðarlega ójöfn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: