Aðgerðirnar vegna Covid leikur þingflokks Sjálfstæðisflokksins grátt. Ágreiningurinn er mikill. Fréttablaðið sinnir þessu í dag. Rætt er við starfandi þingflokksformann, Vilhjálm Árnason.
„Ég kalla eftir minnisblöðum frá fleirum en sóttvarnarlækni áður en svona ákvarðanir eru teknar. Svo sem frá fólki úr mennta-, velferðar- og efnahagskerfinu og öðru heilbrigðisstarfsfólki,“ segir hann í frétt Fréttablaðsins.
Vilhjálmur boðar að ósáttir þingmenn leggi fram frumvarp sem verður þá ætlað að takmarka áhrif sóttvarnaryfirvalda.
Í frétt Fréttablaðsins segir svo: „Meðal þeirra sem vakið hafa máls á þessu í Sjálfstæðisflokknum eru Hildur Sverrisdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Þá hefur Arnar Þór Jónsson, sem nýlega tók sæti sem varaþingmaður, verið mjög gagnrýninn og kallað eftir afsögn Þórólfs.“
Fréttablaðið nefnir til nokkra stjórnarandstæðinga sem séu sömu skoðunar og ósáttu þingmennirnir í Sjálfstæðisflokki:
„Af öðrum þingmönnum má nefna Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson úr Viðreisn. Einnig Bergþór Ólason úr Miðflokki sem líkt hefur sóttkví við varðhald. Í öðrum flokkum hefur hins vegar farið lítið fyrir gagnrýnisröddum.“