„Þórólfur er eflaust bara góður drengur og vel meinandi en að hafa einn mann með ótemprað svona vald, sérfræðivald sem að þar að auki er settur á stall af læknastéttinni og það má engin gagnrýna manninn, þetta er sjúklegt ástand,” segir Arnar og bætir við. „Nú ætla ég bara að segja það hér í þessari útsendingu að ég tel að Þórólfur megi sko fara að líta alvarlega í eigin barm og ég telji að honum hafi orðið á alvarleg mistök 13. desember sem ættu líklegast að verða til þess að hann segi af sér,” sagði Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann er fyrsti varamaður í kjördæmi Bjarna Benediktssonar.
Arnar Þór Jónsson var í viðtali í hlavparpi bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium, Þvottahúsinu.
„Allt í einu áttar maður sig á því að þetta er ekkert bara eitthvað show. Þú ert ekkert bara einhver fín persóna í einhverju nefndarhlutverki því það fylgir þessu mögulega bara einhver ábyrgð og viltu þá ekki bara axla hana? eða ætlar þú bara að flýja hana. Og ef þú ætlar bara að flýja hana veistu hvað þú þá ert? Bara pappakassi,” sagði Arnar í viðtalinu.
Hvað hann átti við er óvíst.