- Advertisement -

Ríkisstjórnin hirðir hverja krónu

Guðmundur Ingi Kristinsson:

„Þeir verst settu hafa beðið í nærri fimm ár og verða því miður að bíða enn eftir réttlætinu. Vonandi ekki í fjögur ár í viðbót.“

 „Góðir landsmenn. Það er komið heiti á ríkisstjórnina, velsældarríkisstjórnin. En velsæld fyrir hverja? Fyrir öryrkja? Fyrir aldrað fólk? Fyrir láglaunafólk? Fyrir börn sem búa í sárafátækt? Nei,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

„Hæstvirtur forsætisráðherra vildi ekki skipta á Íslandi í dag og Íslandi árið 2007. Frá þessum tíma hefur kjaragliðnun almannatrygginga orðið allt að 40 prósent og kjaragliðnun heldur áfram í boði velsældarríkisstjórnarinnar. Skerðingar og keðjuverkandi skerðingar halda áfram. Fyrirhuguð 5,6 prósenta hækkun almannatrygginga skilar ekki 15.000 kr. því að eftir skatta og skerðingar og keðjuverkandi skerðingar verður ekkert eftir hjá þeim verst settu. Skerðingarofbeldið fer um almannatryggingakerfið og það yfir í félagskerfi bæjar- og sveitarstjórna, sem er ekkert annað en 100 prósent eignaupptaka þeirra best settu hjá þeim verst settu. Öryrkjar með 65 aura á móti krónu skerðingu, sem er ekkert annað en ávísun á sárafátækt: Eitt prósent hækkun hjá öryrkjum, þvílík ofrausn, eitt prósent, 1.500 kr. Hvað verður eftir af þeim 1.500 kr. þegar það er búið að fara í gegnum skerðingar, bæði almannatryggingakerfis og sveitarfélaga? Ekkert.

Þeir verst settu hafa beðið í nærri fimm ár og verða því miður að bíða enn eftir réttlætinu. Vonandi ekki í fjögur ár í viðbót.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: