- Advertisement -

Óvíst um jarðveg fyrir Þjóðfylkinguna

STJÓRNMÁL „Það er ekki gott um það að segja,“ svaraði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, þegar hann var spurður, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, hvort hann telji Íslensku þjóðfylkinguna hafa grundvöll í stjórnmálunum.

Hann sagði, þegar litið sé till sögunnar, að ekki hafi verið jarðvegur fyrir slíkar stjórnmálahrreyfingar. „Reyndar ekki á hinum Norðurlöndunum heldur, þó það hafi breyst verulega í seinni tíð.“

Grétar Þór sagði að straumur flóttamnna hafi espað upp fylgi við flokka sem þennan. Hann tók Svíþjóð sem dæmi, en þar er löng saga innflytjenda og að undanförnu hefur Svíþjóðardemóktrötum vaxið mjög fiskur um hrygg á ekki löngum tíma.

„Það getur verið að það sé fylgi við slíkan flokk hér.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: