MANNLÍF Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ræðir við gesti um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur, í dag klukkan 15:00.
Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast einum helsta listamanni þjóðarinnar og upplifa einstaka sýn hans á íslenska náttúru. Þar eru verk allt frá uppafi 20. aldar og til síðustu starfsára listamannsins þar á meðal eru sjaldséð verk úr einstæðu einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem varðveitt eru í Gerðarsafni, en einnig eru sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur.
Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir og hönnuður sýningarinnar er Axel Hallkell Jóhannesson. Mikið hefur verið lagt upp úr endurhönnun Kjarvalsstaða og njóta verk Kjarvals sín þar sem aldrei fyrr.
Viðburðurinn hefst kl. 15. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.