Góðmennt í Sprengisandi
SPRENGISANDUR Von er á góðum gestum í Sprengisand á Bylgjunni í fyrramálið.
Fyrstar koma þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, en báðar eru þingflokksformenn fyrir sína flokka, Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn.
Í dagskrárliðinn Hér og nú, sem í sumum öðrum útvarpsþáttum kallast fréttir vikunnar, koma Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Katrín Oddsdóttir lögmaður og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði, og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur.
Meðal mála á málaskrá þáttarins eru:
Ferðamál |
Stjórnarskráin |
Bónusar og ofurhagnaður |
Minjavernd til forsætisráðherra |
Háskólinn og forsætisráðherra |
Vetrarfrí Alþingis |
Einkavæðing |
Afkoma bankanna |
Búvörusamningurinn og svo fleira. |
Bylgjan, fm 989, eftir fréttir klukkan tíu í fyrramálið.
Fyrir þáttinn verður föstudagsviðtalið á dagskrá, þar sem Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir tala við Grím Atlason.