- Advertisement -

Leti eða áhugaleysi?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Stjórnarandstaðan er orðin vön aðgerðarleysinu. Í tvö ár hafa þau fátt eða ekkert gert annað en að samþykkja vilja ríkisstjórnarinnar. Áhrif Covid á íslensk stjórnmál eru ótvíræð.

Forystufólk flokkanna fimm sem ekki koma að myndun ríkisstjórnarinnar eiga það sameiginlegt að hreyfa hvorki legg né lið, og það í margar vikur. Ekkert gert til að reyna að koma í veg fyrir stjórnarmyndinuna. Ekki einu sinni er reynt að raska ró þeirra sem stefna á ríkisstjæorn til næstu fjögurra ára.

Stjórnarandstaðan er orðin vön aðgerðarleysinu. Í tvö ár hafa þau fátt eða ekkert gert annað en að samþykkja vilja ríkisstjórnarinnar. Áhrif Covid á íslensk stjórnmál eru ótvíræð.

Í Mogganum er vitnað til orða Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Í fréttinni segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stefán bend­ir á það að all­ar hug­mynd­ir á vinstri­væng um mynd­un vinstri­stjórn­ar hafi byggst á því að Fram­sókn léti til leiðast sem vilja­laust verk­færi, en að vinstri­flokk­arn­ir hafi ekki að nokkru reynt að tala til fram­sókn­ar­manna. Hins veg­ar sé eft­ir­tekt­ar­vert að eft­ir kosn­ing­ar hafi stjórn­ar­andstaðan al­ger­lega haldið sig til hlés og ekki reynt að hreyfa öðrum stjórn­ar­mögu­leik­um.“

Hárrétt hjá Stefáni. Vantar þetta fólk áhuga á að vera í ríkisstjórn eða vantar dugnað? Eða hvoru tveggja?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: