- Advertisement -

Er kennitöluflakk nýsköpun?

STJÓRNMÁL Á heimasíðu Alþýðusambandsins er gerð athugasemd við orð Ragnheiðar Elínar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í frétt á RÚV að hún „…efist hins vegar um að frumvarp Karls virki eins og best verði á kosið. Það sé til að mynda of íþyngjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur.“

ASÍ segir: „Gera verður kröfu til þess að ráðherrann skýri hvað hún á við, en í greinargerð ASÍ kemur m.a. fram að allmargir einstaklingar hafi á fáum árum sett 10 fyrirtæki eða fleiri í þrot með stórkostlegum skaða fyrir samfélagið. Þar af setti sami einstaklingur 29 fyrirtæki í þrot og fékk að hald áfram óáreittur. Er það nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi að skapi ráðherrans?“

„Í gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (kennitöluflakk). Flutningsmenn eru fulltrúar allra flokka sem sitja á Alþingi annarra en Sjálfstæðisflokksins. Meginefni frumvarpsins er að lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Hér undir fellur einnig það þegar stofnendur, stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar hafa hætt störfum áður en félag verður gjaldþrota og það fært undir stjórn svokallaðra útfararstjóra sem ganga með fyrirtækið í gjaldþrot. Um hæfisskilyrði er að ræða sem einstaklingar, sem ætla að stofna fyrirtæki, gerast stjórnarmenn eða eru ráðnir sem framkvæmdastjórar, þurfa að uppfylla,“ segir ASÍ.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: