Sigurjón Magnús Egilsson:
Ágreiningur innan ríkisstjórnar er til þess að okkar fulltrúar mæta ekki með stefnu og fyrirætlanir eins og fulltrúar annarra þjóða gera.
Ráðherrar og fylgdarlið munu mæta á alheimsfund um loftlagsvána. Okkar ráðherrar munu skera sig úr hópnum. Þeir fara og verða tómhentir á fundinum. Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er svo mikill að ekki tókst að setja markmið Íslands á blað. Eins og annarra þjóða.
Aumt er það. Samt segjast þessir sömu ráðherrar vera langt komnir með að framlengja stjórnarsamstarfið til fjögurra ára. Því er ekki trúandi. Vinstri græn geta sjálfs síns vegna ekki sæst lengur á yfirkeyrslur hinna flokkanna.
Talandi um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Einhverju fyrir hrun vildi Hannes Hólmsteinn að flokkarnir sameinuðust. Svo líkir væru þeir. Hvað þá nú? Enginn munur er á flokkunum í öllum helstu málum.
Ágreiningur innan ríkisstjórnar er til þess að okkar fulltrúar mæta ekki með stefnu og fyrirætlanir eins og fulltrúar annarra þjóða gera.