Helga Guðrún Jónasdóttir þráði heitt að verða formaður VR. Reyndi en tapaði örugglega. Og hvað gera bændur þá?
Helga Guðrún hefur sýnilega misst áhugann á baráttu verkafólks er nú orðin formælandi félags atvinnurekenda. Þetta opinberar hún í Moggagrein í dag.
Greinin hennar endar svona:
“Atvinnufjelagið (AFJ) er nýtt hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem ætlað er að mæta þessari þróun. Við hjá AFJ erum sannfærð um mikilvægi menntunar, sveigjanleika vinnumarkaðarins, vaxandi vægis einyrkja á vinnumarkaði og lykilstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Okkur finnst því tímabært að breikka umræðuna á vinnumarkaði og freista þess að ná samtalinu í gang í samvinnu við þá sem eru sammála okkur um að breytinga sé þörf; að tími bætta samskipta á vinnumarkaði sé runninn upp með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og lítil og meðalstór fyrirtæki njóti sannmælis.”
-sme