- Advertisement -

Landsbankinn bauð Marinó mútur

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njalsson skrifar langa og mæta grein af tilefni þess að Landsbankinn  á afmæli í dag. Greinina birti Marinó á Facebook. Hún fer hér á eftir, óstytt.

„Í dag eru 13 ár síðan að Nýi Landsbanki Íslands tók til starfa. Hann er kominn á táningsaldur. Ný kennitala var sett á Landsbanka Íslands, sem hafði brotið lög m.a. um markaðsmisnotkun, með þeim afleiðingum að viðskiptavinir bankans og þjóðfélagið þurfti að taka á sig gríðarlegt tjón.

Af því sem eftir fylgdi, þá var ljóst að um dæmigert kennitöluflakk var að ræða. Nýja kennitalan hirti nánast allar innlendar eignir gömlu kennitölunnar, en engar ábyrgðir. Það sem meira var, að nýja kennitalan fékk eignirnar á tombóluverði en ákvað að innheimta á miklu yfirverði af fullum þunga og hagnaðist í samræmi við það á meðan viðskiptavinir þeirra misstu heimili sín, fóru í gjaldþrot, misstu heilsuna og þaðan af verra. Furðulegast var, að bankinn virti ekki einu sinni undirritaðar yfirlýsingar sínar um stöðu lána þeirra sem fengu lán sín fryst í BOÐI bankans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, 7. október 2008 var eins og þeir hefðu verið hreinsaðir af öllum syndum sínum.

Það er því nánast hjákátlegt, ef það væri ekki í leiðinni jafn sorglegt, að þó bankinn hafi ekki tekið neina ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna og þjóðfélagsins, þá skreytir hann sig stolnum fjöðrum hvenær sem tækifæri gefst. Hann upplýsir okkur um að hann hafi verið stofnaður snemma á síðustu öld, þó að stofnefnahagsreikningur hans sé frá nóvember 2008. Hann heldur því líka fram, að starfsfólk hafi unnið hjá honum löngu áður en hann var stofnaður. Hún er ótrúleg minnimáttarkenndin að geta ekki viðurkennt, að afrek Landsbankans eru bara þau sem bankinn hefur náð frá 7. október 2008.

Fyrir mig, sem tapaði háum upphæðum á glæframennsku stjórnenda bankans, þá verð ég að viðurkenna, að mér finnst það aumt af bankanum að skreyta sig stolnum fjöðrum og á sama tíma fría sig allri ábyrgð á því sem gerðist, eins og það sé þeim óviðkomandi. Samt voru starfsmenn Nýja Landsbankans þátttakendur í hildarleiknum sem leiddi til hruns bankans.

Nei, 7. október 2008 var eins og þeir hefðu verið hreinsaðir af öllum syndum sínum og orðnir að englum í garði drottins. Breyttust síðan í Gollrir, þegar kom að innheimtu lána. „Djásnið mitt, djásnið mitt! Enginn tekur djásnið mitt af mér“, hrygldi í koki þeirra, þegar rætt var við þá um tjónið sem hrunbankinn hafði valdið. Einn vogaði sér meira að segja, að bjóða mér mútur undir rós, svo ég hætti að berjast gegn bönkunum. „Ég býst ekki við því að hægt sé að bjóða þér, Marinó, sérstakan díl svo þú hættir að skrifa um þessi mál.“ Áttaði sig á því að ég væri ekki til sölu, en varð samt að prófa.

Aftur er það ótrúleg minnimáttarkennd að slá sér á brjósti og eigna sér afrek annarra.

Aðrir kennitöluflakkarar eru svo sem ekkert skárri. Íslandsbanki segist hafa verið fyrstur með bílabanka þrátt fyrir að bílabankinn hafi verið stofnaður á síðustu öld en Íslandsbanki hafi hafið starfsemi undir heitinu Nýi Glitnir 8. október 2008. Sama gildir með hann og Landsbankann. Tekur enga ábyrgð á tjóninu sem Glitnir olli þjóðfélaginu, gekk hart fram í innheimtu á mismunandi löglegum lánum, tapaði öllu viðskiptasiðferði og skreytir sig síðan með stolnum fjöðrum. Aftur er það ótrúleg minnimáttarkennd að slá sér á brjósti og eigna sér afrek annarra. Hversu aumt er það?

Enginn af bönkunum þremur, Landsbankinn, Íslandsbanki eða Arion banki, eru þeir bankar sem voru til fyrir hrun. Þeir eru nýir bankar og þeir starfsmenn sem eru með lengstan starfsferil hjá viðkomandi bönkum hafa unnið hjá þeim í 13 ár í þessari viku. Þessir bankar eiga ENGAN rétt á að eigna sér sögu þeirra banka og sparisjóða sem störfuðu á síðustu öld, nema að þeir taki þá jafnframt á sig ábyrgð á því tjóni sem forverar þeirra ollu viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum á þessari öld.

En það er mjög áhugavert að sjá, að Landsbankinn greinir ekki milli nýju kennitölunnar og þeirrar gömlu, þegar kemur að því að mæla starfsaldur starfsmanna. Ég átta mig á því, að lítið breyttist milli 6. október 2008 og þess 7. Sama starfið, sama skrifborðið, sömu samstarfsmennirnir, sömu yfirmennirnir (að mestu), sömu verkefnin og sömu viðskiptavinirnir, en sitthvor vinnuveitandinn og þar með sitthvor launagreiðandinn. Fyrst bankinn áttar sig ekki á þessum mun, þýðir það þá, að bankinn ætlar að viðurkenna ábyrgð sína á hruninu og muni bæta fólki það tjón sem Landsbanki Íslands olli. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Hvort er það?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: