- Advertisement -

Bloomberg gefur borgarsjóði 300 milljónir

Ég mun senda erindi til ríkisskattstjóra til að fá álit embættisins á lögmæti þessa gjafagjörnings.

Borgarsjóður þiggur 300 milljóna króna styrk frá bandarísku einkafyrirtækinu, Bloomberg Philantropies.

Fulltrúar meirihlutans bókuðu:

„Build Back Better er verkefni á vegum Bloomberg Philantropies sem ætlað er að hraða stafrænni umbreytingu eftir heimsfaraldur til að tryggja betri lífsgæði íbúa jarðar. Bloomberg styður borgina um 2,3 milljónir bandaríkjadala með verkefninu sem gerir borginni kleift að ráðast í mikilvæg verkefni á sviði stafrænnar umbreytingar. Stuðningur frá Bloomberg Philanthropic og samflot við þær fimm borgir sem valdar hafa verið til þátttöku í verkefninu felur ekki aðeins í sér viðurkenningu á því brautryðjendastarfi sem þegar hefur verið unnið á vettvangi Reykjavíkurborgar síðastliðin ár heldur einnig trú á getu borgarinnar til að raungera sýn sína næstu þrjú árin og traust á þeirri stafrænu vegferð sem framundan er.“

Vigdís Hauksdóttir efast:

„Fimm nýir starfsmenn til viðbótar við þá tæpu 60 sem búið er/stendur til að ráða vegna „stafrænnar umbreytingar“ upp á 10 milljarða. Það er á mörkum þess að vera löglegt að Reykjavíkurborg hafi heimildir til að taka við gjafafé frá Bloomberg Philanthropies samtökunum upp á 300 milljónir íslenskra króna. Með móttöku þessa fjármagns eru erlendir aðilar að hafa áhrif á innanborgar- og innanríkismál. Slík lagaheimild er ekki til staðar sbr. þegar ESB umsóknin var til umræðu og reynt var að koma fjármagni að utan í kynningaráróður fyrir sambandið hér á landi. Ég lagði fram fyrirspurn 12. ágúst sem hljóðaði svo: „Á hvaða lagagrunni byggir móttaka fjármagns upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur tæpum 300 milljónum íslenskra króna frá Bloomberg Philantropies?“ Enn hefur ekkert svar borist – hvað veldur? Það er mjög skattalega flókið að færa fjármagn milli landa og sérstaklega ef ríki eru utan EES- svæðisins. Þetta fjármagn er að koma frá Bandaríkjunum og ég tel fyllstu ástæðu að eftirlitsaðilar ríkisins rannsaki þessa fjármagnsflutninga til Reykjavíkurborgar sem opinbers aðila. Ég mun senda erindi til ríkisskattstjóra til að fá álit embættisins á lögmæti þessa gjafagjörnings.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: