- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur fær það sem út af stendur

Mogginn segir að formennirnir þrír séu langt komnir með að „teikna“ upp ríkisstjórn. Til að leysa skiptingu ráðherraembætta er ætlunin að fjölga embættunum svo nóg verði til skiptanna.

Miðað við frétt Moggans stefnir í að Vinstri græn og Framsókn velji fyrst og Sjálfstæðisflokkur fái það sem út af stendur. Fimm ráðherra eða sex. Vinstri græn vilja, og fá, forsætisráðherra og Framsókn fjármálaráðherrann. Þá er orðið þröngt um Bjarna Ben. Dómsmálaráðuneytið er flokknum heilagt. Samt ekki nógu stórt fyrir Bjarna. Spennan er mest um hvar Bjarni verður.

Í Moggafréttinni segir: „Væri ráðherr­um fjölgað um einn gæti Fram­sókn fengið fjóra, Sjálf­stæðis­flokk­ur fimm og Vinstri græn þrjá, en þá væru sjálf­stæðis­menn raun­ar að sýna nokk­urt ör­læti. Enn frek­ar fái hinir flokk­arn­ir for­sæt­is­ráðuneyti og fjár­málaráðuneyti. Þá væri nær að fjölga ráðherr­um um tvo, svo Fram­sókn fengi fjóra, Sjálf­stæðis­flokk­ur sex, en Vinstri græn þrjá. Þá væri fjöld­inn í sam­ræmi við styrk­leika, en valda­vægið órætt. Og svo er ekki víst að rík­is­stjórn­in vilji vera 13 til borðs!“

Eitt er að ekki er pláss fyrir þrettán ráðherra við ráðherraborðið í þinghúsinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mogginn er eflaust nærri lagi. Sjálfstæðisflokkur fær áfram fimm ráðherra. Þau sem nú eru Guðrúnu Hafsteinsdóttur að auki. Eitt pláss losnar vegna löngutímabærra starfsloka Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Framsókn fær þá fjóra og forseta þinsins. Þau sem eru ráðherrar verða það áfram. Ingibjörg Ólöf Isaksen verður ráðherra og Willum Þór forseti þingsins.

Þau sömu og nú eru verða ráðherra fyrir Vg.

Nú þarf að togast á um embættin. Til að allir verði mátulega sáttir eru framundan átök um verkefni einstakra ráðuneyta. Jafnvel verða ný stofnuð og önnur aflögð. Allt til að þjóna metnaði ráðherraefnanna.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: