- Advertisement -

ÖSE mun vakta borgarstjórnarkosningarnar í vor

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

„Tilkynnt var á borgarstjórnarfundi að kosningaeftirlit ÖSE komi til með að hafa eftirlit með borgarstjórnarkosningunum sem fara fram þann 14. maí 2022. Ef rétt reynist þá eru það miklar fréttir og varpar ljósi á getuleysi þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Byggja þessar upplýsingar á orðrómi í Ráðhúsinu,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi.

„Eru þetta formleg samskipti eða óformleg samskipti og hvernig passa þau við stjórnsýslulög? Upplýst var eftir mikla eftirgangssemi að yfirkjörstjórn, fulltrúar skrifstofu borgarstjórnar og aðilar frá ÖSE hafi hist á fundi í maí og áttu þeir „óformlegt“ samtal eftir því sem formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs upplýsti. Á þeim grunni vísaði meirihlutinn tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins frá um kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu með borgarstjórnarkosningunum. Það er ljóst að borgarfulltrúar í minnihlutanum þurfa að senda formlegt erindi til ÖSE og óska formlega eftir kosningaeftirliti frá stofnuninni í komandi borgarstjórnarkosningum,“ segir einnig í bókun hennar.

Meirihlutinn svaraði að bragði:

„Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hafa þegar verið óformlega boðnir velkomnir til að hafa eftirlit með kosningunum 2022. Það sýnir að Reykjavíkurborg vill ekki bara hafa framkvæmd kosninga í lagi heldur leggur áherslu á að styðja við traust almennings á framkvæmdinni. Fulltrúar ÖSE ákveða sjálfir hvort þeir verða við því. Formlegt boð fer þó í gegnum fastanefnd Íslands í Vín. Þetta tengist ekki með neinum hætti áliti Persónuverndar um verkefni sem snéri að því að hvetja ákveðna hópa til þess að kjósa í kringum síðustu kosningar. Það álit fjallaði um persónuverndarlög en ekki kosningalög og álitaefnið var verkefni sem mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og Háskóli Íslands héldu utan um en ekki skrifstofa borgarstjórnar sem heldur utan um framkvæmd kosninga.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: