- Advertisement -

Vilja frekar Viðreisn eða Miðflokk en VG

Óli Björn Kárason.
Og raun­ar einnig með Miðflokki en slík stjórn yrði með minnsta mögu­lega meiri­hluta.

„Með hliðsjón af úr­slit­um kosn­ing­anna væri frá­leitt annað en að for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna létu reyna á það hvort ekki séu for­send­ur til að halda sam­starf­inu áfram. En það verður langt í frá ein­falt. Þrátt fyr­ir allt er hug­mynda­fræðileg­ur ágrein­ing­ur veru­leg­ur, allt frá skipu­lagi heil­brigðis­kerf­is­ins til ork­u­nýt­ing­ar og orku­öfl­un­ar, frá skött­um til rík­is­rekstr­ar, frá þjóðgörðum til skipu­lags­mála, frá refs­ing­um og þving­un­um í lofts­lags­mál­um til já­kvæðra hvata og nýt­ing­ar tæki­færa í orku­skipt­um. For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna þurfa að leiða ágrein­ing í þess­um mál­um og fleir­um „í jörð“ ef ákveðið verður að end­ur­nýja sam­starfið. Niður­stöður kosn­ing­anna verða illa túlkaðar með öðrum hætti en þeim að til þess hafi for­menn stjórn­ar­flokk­anna skýrt umboð meiri­hluta kjós­enda,“ skrifar Óli Björn Kárason í Mogga dagsins.

Áfram skrifar þingmaðurinn Óli Björn:

„Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geta hins veg­ar horft fram hjá þeirri staðreynd að sam­eig­in­lega eiga þeir kost á að mynda þriggja flokka stjórn með fleir­um en Vinstri-græn­um; annaðhvort með Flokki fólks­ins eða Viðreisn. Og raun­ar einnig með Miðflokki en slík stjórn yrði með minnsta mögu­lega meiri­hluta. Sé litið til mál­efna er það ein­fald­ara fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk að mynda rík­is­stjórn með Viðreisn eða Miðflokki en að halda góðu sam­starfi við Vinstri-græna áfram. En svo get­ur Fram­sókn alltaf snúið sér til vinstri og tekið hönd­um sam­an við flokka sem eru „af­velta“ eft­ir kosn­ing­arn­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vonlaust er að Óli Björn sé út á þekju. Eflaust endurspeglar hann vilja annarra þingmanna og óbreyttra flokksmanna í Sjálfstæðisflokki. Þá er spurt hvort Bjarni formaður fái umboð frá flokknum til að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: