- Advertisement -

Ríkisstjórnin kolfallin

Gunnar Smári skrifar:

Ef þetta yrðu úrslit kosninganna fengi Sjálfstæðisflokkurinn sína verstu útkomu í sögunni og VG sína verstu síðan 2003.

Þarna er ríkisstjórnin bara með 43% fylgi og 28 þingmenn; Framsókn heldur sínum átta en Sjálfstæðismenn tapa þremur og VG tveimur til viðbótar við þá tvo sem yfirgáfu flokkinn á kjörtímabilinu. Í heildina eru því sjö þingmenn fyrir borð á kjörtímabilinu og stjórnarskútan sokkin.

Ef þetta yrðu úrslit kosninganna fengi Sjálfstæðisflokkurinn sína verstu útkomu í sögunni og VG sína verstu síðan 2003. Samanlagt tap þessara kjarnaflokka ríkisstjórnarinnar er 11,3 prósentustig frá kosningum.

Auk þessara flokka tapa sigurvegarar síðustu kosninga, nýju flokkarnir síðan þá, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fylgi. Miðflokkurinn fellur úr 10,9% í 6,1% og Flokkur fólksins úr 6,9% í 5,2%. Samanlagt falla þessir flokkar um 6,0% prósentustig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mest af þessu fylgi sem losnar, alls um 17 prósentustig, fer á Sósíalista (6,9%), Pírata (3,9%), Samfylkingu og Viðreisn (2,6%) og Framsókn (1,5%). Ef þetta yrði niðurstaðan eru Íslendingar, eins og flestar aðrar þjóðir, að ganga í gegnum vinstri sveiflu; fylgið fer frá hægri yfir á miðjuna og þaðan yfir til vinstri.

Það er sumt ólíkt við þessa könnun en aðrar sem hafa birst að undanförnu, einkum að fylgi Pírata og Samfylkingar mælist hærra hjá Prósent en öðrum kosningafyrirtækjum. Það kann að benda til þess að flokkar sem hafa fylgi úti á landi mælist lakar en þeir sem hafa meira fylgi í bænum betur. Slíkt hentir sum könnunarfyrirtæki, einkum Prósent og Maskínu.

En að því slepptu, þá er hér þingheimur miðað við þessar niðurstöður:

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 13 þingmenn (–3)
  • Framsókn: 8 þingmenn (óbreytt)
  • VG: 7 þingmenn (–2)


Ríkisstjórnin alls: 28 þingmenn (–5)

Stjórnarandstaða á þingi:

  • Samfylkingin: 10 þingmenn (+2)
  • Píratar: 8 þingmenn (+1)
  • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
  • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–5)
  • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)


Stjórnarandstaða á þingi: 31 þingmaður (+1)

Stjórnarandstaða utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Ef ríkisstjórnin tekur Viðreisn upp í hefur hún 34 þingmenn. Líklega er það of veikt því reikna þarf með hefðbundnum þingmannaflótta frá VG á kjörtímabilinu. Líka að VG hefur gert kröfu um forsætisráðuneytið en hefur enga stöðu til þess samkvæmt þessari könnun.

Hrein auðvaldsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks er aðeins með 23 þingmenn, svo hægri myndi þurfa að fá liðsauka af miðjunni til að halda völdum. Þingmenn Framsóknar duga ekki.

Vinstrið, Sósíalistar, VG og Samfylkingin, er með 21 þingmann og þyrfti bæði Framsókn og Pírata af miðjunni til að mynda stjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: