- Advertisement -

Miðja Framsóknar er naflinn á Valhöll

Gunnar Smári skrifar:

Þessu er Framsóknarformaðurinn hrifinn af, alveg eins og hann heillast að einkavæðingu vegakerfisins og annarra grunnkerfa.

Það er ekki bara að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, stefni að því að einkavæða vegakerfið með því að hleypa braskfyrirtækjum að fjármögnun þess og innheimtu vegatolla heldur stefnir hann líka að því að brjóta upp lífskjör leigubílstjóra með því að hleypa alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber inn á markaðinn, fyrirtæki sem hagnast stórkostlega á fátækt fólks sem neyðist til að draga fram lífið með því að skutla fólki án þes að njóta nokkurra réttinda hins skipulagða vinnumarkaðar. Á sama tíma auðgast stórfyrirtækin gríðarlega. Þessu er Framsóknarformaðurinn hrifinn af, alveg eins og hann heillast að einkavæðingu vegakerfisins og annarra grunnkerfa.

Atkvæði greitt Framsókn er þannig atkvæði greitt efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, því það er enginn munur á milli stefnu Sigurðar Inga og Valhallar, enda hefur Sigurður Ingi fylgt Bjarna Benediktssyni allan sinn þingferil, fyrst í stjórnarandstöðu gegn vinstri stjórninni eftir Hrun og síðan tvívegis í ríkisstjórn. Miðjan á Sigurði Inga er naflinn á Bjarna Ben.

Það hefur verið mikið fjallað um niðurbrot lífskjara leigubílstjóra með Uber-væðingu leigubílaaksturs víða um heim. En stöðuna hér heima dró Ársæll Hauksson ágætlega saman í umsögn sinni til Alþingis um frumvarp Sigurðar Inga. Ég leyfi mér að birta hana hér ykkur til fróðleiks:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leigubílar og Alþingi:

Hver er tilgangur með því að óska eftir umsögnum um framvarpið ef ekki er tekið neitt mark á þeim rökum sem lögð voru fram hjá þeim fjölmörgu aðilum sem sendu inn umsagnir og bentu á vankanta þessa frumvarps.

Umsögn um frumvarp til laga um leigubifreiðar

Undirritaður langar að koma með athugasemdir við frumvarp það sem er til umsagnar hjá umhverfis og samgöngunefnd hef gert athugasemd við þetta frumvarp áður þegar það var lagt fram á síðasta þingi.

Það vekur furðu mína að þetta frumvarp skuli á ný lagt fram nánast óbreytt frá því síðast.

Hver er tilgangur með því að óska eftir umsögnum um framvarpið ef ekki er tekið neitt mark á þeim rökum sem lögð voru fram hjá þeim fjölmörgu aðilum sem sendu inn umsagnir og bentu á vankanta þessa frumvarps.

Í frumvarpi þessu er verið að kippa fótunum undan starfi þeirra þúsundum leigubílstjóra sem hafa haft leigubifreiðaakstur að aðalstarfi í áraraðir. Það er búið að sýna fram á það að önnur evrópuríki eru ekki að opna á þessa starfsemi eins og gert er í þessu frumvarpi. Það hefur líka verið bent á það m.a. frá Finnlandi og Svíþjóð þar sem sambærileg lög voru sett fyrir nokkru að þetta leiddi til verri þjónustu og dýrari í mörgum tilfellum. Það hafa borist tíðindi frá Finnlandi þar sem þeir munu breyta lögunum á næstunni og takmarka útgáfu leyfa til aksturs farþega.

Í áliti frá Magnúsi Norðdal er bent á að það er ekkert sem bendir til þess að íslensk löggjöf þurfi að lúta áliti ESA þar sem ljöggjöf ESB eigi bara alls ekki við i þessu máli enda vekur það furðu margra lögfróðra manna að ráðuneytið skuli fara fram með þessi rök í gerð þessa frumvarps.

Ég legg til að umhverfis og samgöngunefnd fresti því að afgreiða þetta frumvarp þar til búið að afla frekari gagna frá ESA og norskum yfirvöldum varðandi þessa lagasetningu.

Íslenskur markaður er örmarkaður á sviði leigubílaaksturs á síðustu árum hafa verið gefin út þúsundir leyfa til aksturs farþega í bifreiðum sem rúma 8 farþega eða færri í tengslum við ferðaþjónustu og er öllum frjálst að sækja um slík leyfi. Á sama tíma hefur leigubílamarkaður dregist verulega saman ekki síst af samkeppni við svokallað örflæði, sem er allskonar fararmáti svo sem rafskútur, reiðhjól, deilibílar osfrv. sem er bara skemmtileg viðbót við nútíma ferðamáta, á næstu árum má búast við miklum breytingum í almenningssamgöngum með tilkomu borgarlínu allt þetta mun leiða til minnkandi þarfa fyrir hefbundin leigubílaakstur.

Í dag er ástandið hjá leigubílstjórum þannig að þeir draga varla fram lífið á þessu starfi, samt er það fyrsta verk samgönguráðaherra í þessu Covid ástandi, að leggja fram óbreytt frumvarp sem mun gera út af við þessa stétt manna. Það er engin þörf á svo víðtækri breytingu á lögum um leigubíla eins og kynnt er í þessu frumvarpi.

Í þessu lagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þau taki gildi eftir c.a. hálft ár legg ég því til ef svo slysalega vildi til að þessu frumvarpi yrði hraðað gegnum þingið að gildistaka laganna yrði frestað um 3 ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: