- Advertisement -

Bjarni Benediktsson segir að við hefðum betur hlustað meira á Martein Mosdal

Sigurjón M. Egilsson skrifar:

Hvað ætli Bjarni eigi, svona prívat og persónulega, stóran hluta af hrapi Sjálfstæðisflokksins? Eflaust heilan helling.

„…segir að Marteinn Mosdal hafi haft rétt fyrir sér allan tímann! Við hlustuðum bara ekki nægilega vel á hann. Þetta er stórundarleg þróun, sérstaklega þegar við erum að ná jafnmiklum árangri í landsmálunum og við höfum verið að gera.“

Þetta er ekkert spaug. Þetta er bein tilvitnun í í valdamesta mann þjóðarinnar, Bjarna Benediktsson.

„Lýðræðisveisla“ er fram undan. Sú mesta, þegar kosið verður til Alþingis. Stærra verður það ekki. Nú stefnir jafnvel í að átta flokkar og jafnvel nýju nái þingsætum Það finnst Bjarna hreint ómögulegt:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Tveir félagar. Marteinn Mosdal og Bjarni Benediktsson. Annar raunverulegur, hinn ekki.

„Þetta er bara sundrung, þetta er ákveðinn glundroði. Það er til mikils tjóns, eins og ég horfi á hlutina, að það þurfi að gera jafnmiklar málamiðlanir við stjórnun landsins eins og stefnir í. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.“

Flokkur Bjarna er í vanda og stefnir í verstu kosningar í sögunni. Hvað segir Bjarni um það í Moggaviðtalinu:

„Við erum hér að ræða um það að langstærsti flokkurinn verði mögulega ekki með jafnmarga þingmenn og hann er með í dag. Ég ætla að segja að niðurstaðan verði á endanum önnur. Hver er þá nýi burðarásinn í íslenskum stjórnmálum? Hver var það sem tók við? Hver var það sem knésetti stærsta flokkinn og ruddist fram úr? Það er enginn. Þetta er bara sundrung, þetta er ákveðinn glundroði. Það er til mikils tjóns, eins og ég horfi á hlutina, að það þurfi að gera jafnmiklar málamiðlanir við stjórnun landsins eins og stefnir í. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.“

Fer ekki að verða ofsögum sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé langstærsti? Þetta er ömurlegur hræðsluáróður. Fellur kannski vel að skoðunum þeirra örfáu sem enn lesa Mogga Davíðs.

En hvað um stjórnarskrána og auðlindaákvæðið?

„Við erum að meina að við styðjum breytingar á stjórnarskránni til þess að ná utan um það sem segir í lögum um stjórn fiskveiða, að þetta sé sameiginleg auðlind. Slíkt ákvæði kom fram á þessu kjörtímabili en þá er því hafnað á einhverjum nýjum forsendum. Nýju rökin eru þau og færð fram af flokkum sem vilja aðeins tímabundna samninga fyrir nýtingu á auðlindinni að ákvæðið verði að innihalda kröfuna um tímabundna samninga. Og þannig var þetta stoppað.“

Lesist: Til í allt svo framarlega sem ekkert breytist.

Hvað ætli Bjarni eigi, svona prívat og persónulega, stóran hluta af hrapi Sjálfstæðisflokksins? Eflaust heilan helling.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: