Á mbl.is er að finna langa endursögn úr samtali Bjarna Benediktssonar og Snæbjörns Ragnarssonar. Svo sem ekki mjög bittastætt. Þó er enn kafli sem er nokkuð sérstakur.
„Byrjaði inni á þingi þegar Davíð Oddsson réð ríkjum. Lærði mikið af honum og lærði að spila leikinn. Davíð sagði honum: „Leyfðu þeim bara að sprikla. Við erum með meirihluta atkvæða hérna og þetta skiptir engu máli.“ Hann var snillingur í að spila leikinn. Sem er mjög gott fyrir leiðtoga. „Þú verður að skilja hvernig þú lætur ekki gyrða niðrum þig.““
Og þá öfugt, eða hvað? Var Bjarna líka kennt hvernig hann á láta gyrða niðrum sig?