- Advertisement -

Sigmundur Davíð hinn íslenski Trump?

„En ef hvert manns­barn fengi í fram­hald­inu reikn­ing upp á um 600 þúsund krón­ur vegna hall­ans er lík­legt að ýms­ir létu í sér heyra.“

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, sendir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni væna sneið í Moggagrein í dag. Skoðum aðeins:

„Miðflokk­ur­inn, sem á kjör­tíma­bil­inu gat sér einkum frægðarorð fyr­ir næt­ur­vök­ur á Alþingi og í nær­liggj­andi öld­ur­hús­um, reyn­ir nú aft­ur að koma sér í umræðuna. Í þetta sinn vill formaður flokks­ins út­deila af­gangi af rík­is­sjóði til allra, ekki í formi skatta­lækk­ana held­ur sem gjöf. Hann vill ef­laust gera líkt og átrúnaðargoð hans í Banda­ríkj­un­um, Don­ald Trump, sem krafðist þess að hans und­ir­skrift væri á end­ur­greiðslum til skatt­greiðenda.

Hinn ís­lenski Trump ætl­ar að deila hagnaði til al­menn­ings en „ríkið“ má hirða tapið. Hug­mynd­irn­ar hafa ekki fengið verðuga at­hygli vegna þess að fáir taka flutn­ings­mann­inn al­var­lega. En snú­um til­lög­un­um við. Í stað þess að láta nægja að dreifa hagnaðinum eins og kara­mell­um til íbúa lands­ins væri vert að senda öll­um íbú­um reikn­ing vegna rekstr­ar­halla rík­is­ins. Þegar sagt er frá því að halla­rekst­ur hins op­in­bera hafi verið rúm­lega 200 millj­arðar króna árið 2020 eru töl­urn­ar svo háar að fæst­ir skilja þær. En ef hvert manns­barn fengi í fram­hald­inu reikn­ing upp á um 600 þúsund krón­ur vegna hall­ans er lík­legt að ýms­ir létu í sér heyra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: