„Fáeinar vikur eru til kosninga. Nokkuð vantar enn upp á að línur hafi skýrst svo að það muni líklega auðvelda kjósendum verk sitt í kjörklefanum. Og fjarri því er enn að helstu átakalínur skeri sig úr og skipti flokkum og mönnum í stórar fylkingar. Flokka fjöld og kraðak einkenna enn aðdraganda kosninganna, þótt þær séu svo skammt undan. Systursmáflokkarnir Samfylking og Viðreisn, hafa vissulega dregist þéttar saman en aðrir, en þó er sá samdráttur um furðu fátt og lítið,“ segir í leiðara Davíðs Oddssonar í Mogga dagsins.
„Flokkarnir tveir eru helstu burðardýr stjórnarmeirihluta Dags B. Eggertsssonar, sem drepið hefur flest í dróma í höfuðborginni og sjálfsagt eiga þeir það sameiginlegt að vilja heyra sem minnst um það næstu vikurnar. En málstaðurinn eini felst í því að góna í átt að ESB, báðir tveir með síendurteknum hótunum um að kasta sjálfstæðri mynt, en enginn almenn umræða snýst um slíkt nú.“