Katrín Baldursdóttir:
Síðan er það sprengjan um Stjórnarskránna, þar sem orðið hefur kúvending í stefnunni og ekki lýst yfir stuðningi við Nýju stjórnarskránna eins og flokkurinn gerði áður.
Kosningaáherslur Vinstri grænna eru svo almennt orðaðar og galopnar að vart er hægt að skila það öðruvísi en flokkurinn hafi smíðað þær svo hann geti réttlætt að vera áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, sem Bjarni Ben segir að sé hægri stjórn. Í áherslunum er talað um að stefnt sé að þessu og hinu, að skoða þetta og hitt og nánast ekkert talað um fjármögnun. Síðan er það sprengjan um Stjórnarskránna, þar sem orðið hefur kúvending í stefnunni og ekki lýst yfir stuðningi við Nýju stjórnarskránna eins og flokkurinn gerði áður. Eina málið sem lögð er rík áhersla á er það sem er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar nú þegar eða umhverfismálin.