- Advertisement -

Lítum sjávarútveginn hornauga

STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, hélt ræðu á Viðskiptaþingi í vikunni, og talaði þar meðal annars um viðhorf fólks til atvinnulífsins.

„Það er áhyggjuefni að sjá að samkvæmt könnunum telur miklu stærri hluti Íslendinga, en nágrannaþjóðanna, að fyrirtæki hafi neikvæð áhrif á samfélagið,“ sagði ráðherrann. „Í Danmörku fara hins vegar saman velmegun og jákvætt viðhorf til atvinnulífs Eins og ég nefndi áðan hafa sumar íslenskar atvinnugreinar náð miklum árangri við að auka framleiðni, meira að segja greinar sem skortir framleiðni annars staðar, til að mynda orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur. Enda eru þessar greinar, sem hafa náð svona miklum árangri í verðmætasköpun, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, vinsælustu atvinnugreinar á Íslandi.“

Og hann svaraði sjálfur: „Eða hvað, nei það vantar líklega eitthvað upp á það.  Það er ekki gott ef þær greinar sem ná árangri eru litnar hornauga. Í Noregi nýtur sjávarútvegur stuðnings bæði stjórnmálamanna og almennings, en þar greiða skattgreiðendur sem nemur um tuttugu þúsund krónum með hverju lönduðu tonni. Fyrir nokkrum árum gagnrýndi ég sum samtök úr atvinnulífinu fyrir skort á stuðningi við samfélagið en það er líka mikilvægt að samfélagið styðji atvinnulífið og þá verðmætasköpun sem þar á sér stað, þó ekki væri nema sjálfs sín vegna. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálamenn og atvinnurekendur geri betur í því að draga fram þetta samband framleiðni og velmegunar. Takist það ekki er hætta á að hinar gömlu hugmyndir um útópíska samfélagsgerð sæki enn í sig veðrið og það mun á endanum valda öllum skaða. En þá er líka mikilvægt að atvinnulífsmegin gleymi menn sér ekki í eigin útópíu eins og hugmyndum um að algjört frelsi markaðarins skili öllum mestum ávinningi.“

Hér er ræða forsætisráðherra í heild sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: