- Advertisement -

Segist ekkert vita um Sósíalistaflokkinn

Gunnar Smári skrifar:

Þetta lýsir ótrúlegri leti og værukærð. Kynningarspjöldin sem félagar í Sósíalistaflokknum hafa dreift á Facebook vísa í stefnu flokksins og kosningatilboð sem finna má á vef Sósíalistaflokksins, xj.is.

Það markverðasta í þessum þætti er að Logi Einarsson, sem er á launum sem stjórnmálamaður og meira að segja með ríflega launauppbót, ígildi tvöfaldra verkamannalauna, frá almenningi fyrir að vera formaður í stjórnmálaflokki, veit ekkert um stefnu Sósíalistaflokksins umfram það sem hann rakst á á einhverjum spjöldum á Facebook. Þetta lýsir ótrúlegri leti og værukærð. Kynningarspjöldin sem félagar í Sósíalistaflokknum hafa dreift á Facebook vísa í stefnu flokksins og kosningatilboð sem finna má á vef Sósíalistaflokksins, xj.is. Og þessi stefna og þessi tilboð eru mun ítarlegri en stefna Samfylkingarinnar og kosningaáherslur þess flokks, eru bæði breiðari og dýpri.

Kannski afhjúpaði Logi í þessum ummælum ástæðu þess að Samfylkingin mælist nú minni hjá MMR en nokkru sinni á kjörtímabilinu. Góð laun og mjúk umgjörð elítustjórnmálanna hefur gert forystuna svo lata að hún nennir ekki að lesa stefnu flokka sem eru flugi, hvað þá að hlusta eftir því sem alþýðufólk segir um samfélagið og stjórnmálin í dag. Samfylkingin lifir við fundarborð forystunnar og keyptra vina (fyrir ríkisfé); auglýsingastofa, PR-ráðgjafa og kosningastjóra. Það er ástæða þess að þessi flokkur sem var stofnaður til að sameina vinstrimenn og búinn til úr flokkum sem þá nutu yfir 40% fylgis meðal landsmanna hangir í 10% í könnunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: