- Advertisement -

GBS: Ekkert óvenjulegt að gerast

Gunnar Bragi Sveinsson 3Sprengisandur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi á Bylgjunni síðasta dag janúarmánaðar, fyrir tíu dögum.

Hef engar áhyggjur af vörnum Íslands

Þar var rætt um ógn við frið í Evrópu. Hann var spurður hvort við þurfum að auka okkar varnir?

„Við erum aðilar að Atlantshafsbandalaginu og samkvæmt því hafa bandalagsþjóðirnar skyldur gangvart Íslandi. Við erum líka með tvíliða samning við Bandaríkin um varnir Íslands. Á þessum tímapúnti er engin hætta varðandi Ísland. Við höfum séð aukna umferð í kringum landið og við sjáum einnig að Ísland er lykilþáttur í tengslum í Ameríku og Evrópu þegar kemur að flutningum, þegar kemur að björgun og leit og þess háttar. Það má segja að Ísland sé aftur á kortinu sem mikilvæg eyja í Atlantshafinu. Ég hef engar áhyggjur af vörnum Íslands. Þær eru mjög vel tryggðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Höfum samning við Bandaríkin

Nú er talað um hvort bandaríski herinn hyggist koma aftur með hermenn og hergögn til Íslands. Þetta var rætt í Sprengisandi fyrir tíu dögum.

Hefur þú átt samræður við NATO eða Bandaríkin um að vera með her á Íslandi?

„Nei, það er enginn að tala um að stöðin í Keflavík, einsog hún var, opni aftur eða neitt slíkt. Það er samningur í gildi við Bandaríkin þar sem er gert ráð fyrir ákveðinni umferð. Við erum með loftrýmisgæslu þrisvar á ári og ætlum að reyna að auka hana í fjórum sinnum á ári og svo framvegis. Auðvitað nota Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin flugvöllinn í Keflavík ef á þarf að halda, samkvæmt þeim samningi. Við höfum séð kafbátaleitarvélar á síðasta ári sem við höfðum ekki séð í langan tíma.  Það er ekkert óvenjulegt að gerast.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: