- Advertisement -

Bankakerfið níðist á sínum viðskiptamönnum

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

„Hvernig má vera að bankar sem hafa það hlutverk að lána og geyma fjármuni landsmanna skuli skila slíkum ofsahagnaði.“

Ég verð að lýsa undrun minni á þeim grímulausa hagnaði sem viðskiptabankarnir þrír hafa skilað frá hruni en samtals nemur hagnaðurinn hjá þeim 870 milljörðum og ef tekið er tillit til hagnaðarins fyrstu sex mánuðina á þessu ári nemur hagnaðurinn yfir 900 milljörðum.

Hvernig má vera að bankar sem hafa það hlutverk að lána og geyma fjármuni landsmanna skuli skila slíkum ofsahagnaði. Ég man að strax eftir hrunið þegar bankarnir byrjuðu strax að skila gríðarlegum hagnaði að afsökun fjármálakerfisins á þessum hagnaði væri að þetta væri einskiptishagnaður vegna uppgjörs á eftirmálum hrunsins.

Það er eitthvað verulega bogið við þetta fjármálakerfi.

Það hlýtur að blasa við enn og aftur að bankakerfið er að níðast á sínum viðskiptamönnum með of háum vöxtum, verðtryggingu og himinháum þjónustugjöldum því það er og getur ekki verið eðlilegt að meðaltalshagnaður viðskiptabankanna sé 24 milljarðar á ári.

Frá árinu 2009 hefur Landsbankinn skilað 334,1 og Arion banki og Íslandsbanki 268 milljörðum

Rétt er að geta þess að 10 stærstu útgerða- og fiskvinnslufyrirtækin skiluðu á árinu 2020 samtals 32 milljörðum í hagnað en hins vegar tókst viðskiptabönkunum þremur að skila 42 milljörðum í hagnað.

Er ekki morgunljóst að það er eitthvað verulega bogið við þetta fjármálakerfi okkar þegar okkar dýrmætasta eign sem er sjávarauðlindin er langt á eftir viðskiptabönkunum hvað afkomu varðar?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: