Valdimar Ingi:
„Aðdragandinn, vinnubrögðin og sú spilling sem var viðhöfð við undirbúning, gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt mun aftur á móti koma af krafti inn í opinbera umræðu á næstu árum…“
„Það er dálítið skrýtið að heyra vægðarlausa gagnrýni stjórnmálamanna á kvótakerfið, en þar eru útgerðaraðilar að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir aflaheimildir. Á sama tíma er erlendum aðilum færð auðlindin íslenskir firðir án þess að greiða sérstaklega fyrir það,“ skrifar Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur í Mogga dagsins.
„Nánast allt laxeldi í sjókvíum áformar a.m.k. 100.000 tonna framleiðslu, verðmætara en allur þorskaflinn, yrði að langstærstu leyti í eigu Norðmanna. Í þessu máli er algjör þöggun sem stjórnmálamenn vilja helst ekki ræða enda margir þeirra flæktir í málið og óttast einnig gagnrýni frá viðkomandi byggðarlögum sem njóta atvinnu af þessari atvinnuuppbyggingu. Aðdragandinn, vinnubrögðin og sú spilling sem var viðhöfð við undirbúning, gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt mun aftur á móti koma af krafti inn í opinbera umræðu á næstu árum og áratugum eins og reyndin hefur verið með kvótakerfið. Það er e.t.v. hollt að taka strax þessa umræðu í kosningabaráttunni sem nú er fram undan.“