Katrín Baldursdóttir skrifar:
„Fjöldahreyfing sem hefur á að skipa 130 þúsund manns kemst varla á blað. Finnst ykkur þetta í lagi?“
Þingmenn fyrr og nú og topparnir í stjórnkerfinu eru ekki í vafa um hverjir eru sterkustu sérhagsmunahópar á landsins. Það eru Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þarna séu mestu peningarnir, besta skipulagið og líklega mesti árangurinn. En viti menn hvar er ASÍ? Það er varla á blaði. Það segir mikið um hversu völd stærstu fjöldahreyfingar landsins eru lítil. Fjöldahreyfing sem hefur á að skipa 130 þúsund manns kemst varla á blað. Finnst ykkur þetta í lagi? Mér finnst það ekki. Samtök þeirra ríku hafa tögl og hagldir, stjórna nánast öllu bæði ljóst og með baktjaldamakki. Og komast upp með það. Fulltrúar launafólks eru bara hafði út á túni í orðsins fyllstu merkingu. Þar eru tekin viðtölin við fulltrúa launafólks, þegar þeir sem ráða eru inni í hitanum.