- Advertisement -

„Þjarmað verður að Katrínu Jak­obs­dótt­ur“

Styrmir Gunnarsson skrifaði:

„Svari hún því til að hún sé opin fyr­ir slíku sam­starfi áfram get­ur hún verið að hrekja stór­an hóp kjós­enda frá flokki sín­um.“

„Þar er andúðin á Sjálf­stæðis­flokkn­um mikil“

„Könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Vísi.is um af­stöðu kjós­enda til áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfs nú­ver­andi stjórn­ar­flokka set­ur for­ystu VG í mjög erfiða stöðu. Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar var að 71 pró­sent af kjós­end­um VG er and­vígt því að VG haldi því sam­starfi áfram,“ skrifar Styrmir Gunnarsson í sína vikulegu Moggagrein.

„Þessi könn­un verður til þess að þjarmað verður að Katrínu Jak­obs­dótt­ur um að gefa skýr svör um henn­ar af­stöðu. Svari hún því til að hún sé opin fyr­ir slíku sam­starfi áfram get­ur hún verið að hrekja stór­an hóp kjós­enda frá flokki sín­um,“ skrifar Styrmir. Styrmir heldur áfram: „Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar kem­ur þeim ekki á óvart sem eitt­hvað þekkja til viðhorfa fólks á vinstri kant­in­um. Þar er andúðin á Sjálf­stæðis­flokkn­um mik­il. Að hluta til eru það leif­ar frá dög­um kalda stríðsins en hjá yngri kyn­slóðum teng­ist sú andúð þróun viðskipta­lífs­ins síðustu þrjá ára­tugi. Senni­lega vita yngri kyn­slóðir á vinstri kant­in­um ekki að bæði Alþýðuflokk­ur og Alþýðubanda­lag stóðu að þeirri lyk­i­lákvörðun, ásamt Fram­sókn, að gefa framsal veiðiheim­ilda frjálst án þess að taka upp auðlinda­gjald um leið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er önnur tilvitnun í Styrmi: „Ein­hverj­ir kjós­end­ur VG munu líta svo á að með því að kjósa VG séu þeir að tryggja Sjálf­stæðis­flokkn­um aðild að rík­is­stjórn. Þess vegna verður þrýst­ing­ur­inn á Katrínu að úti­loka sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn mjög mik­ill og kannski óbæri­leg­ur. Það hjálp­ar svo ekki til að há­lend­is­frum­varpið náði ekki í gegn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: