- Advertisement -

Gegn yfirborðsmennsku og hégómaskap

Ragnar Önundarson:

„Nú gengur þeim best sem blaðra mest óundirbúnir í beinni útsendingu.“

Það er áhættusamt fyrir unga stjórnmálamenn að „toppa“ of snemma. „Sígandi lukka er best“ og reynsla, starfs- og lífsreynsla, er ómissandi. Vissulega eru til undantekningar sem sýna regluna, en þær eru ekki margar.

Fólk er í líkamlegu hámarki um þrítugt, en andlegu um sextugt. Ef það væri svo að pólitik snerist um líkamlegt atgervi, kjörþokkinn væri kynþokki, þá væri vafalaust rétt að gera kjör til æðstu embætta flokkanna að „fegurðarsamkeppni“. Frambjóðendur mundu þá væntanlega sýna líkamlegt atgervi sitt með því að koma fram á sundfötum, en segja sem minnst, eins og tíðkast í slíkum keppnum.

Pólitík má hins vegar ekki vera tóm auglýsinga- eða sýndarmennska. Hún verður að hafa málefnalegt innihald, snúast um það hvernig við þróum samfélagið áfram í bærilegri innbyrðis sátt og sátt við náttúruna, sem allt byggist á. Leiðtogar verða að vera óháðir hagsmunum, stefnufastir og hafa velferð almennings í huga. Ef flaskað er á þessu hefur það afleiðingar, kjósendur sjá í gegnum yfirborðsmennskuna og snúa sér annað. Reynslan er ólygnust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ragnar:

Vitað er að hlutfall lífeyrisþega af kjósendum mun fara hratt vaxandi á næstu árum. Það þýðir að eldri borgarar verða að taka aukna ábyrgð og standa saman.

Í undangengnu vali á framboðslista flokkanna er áberandi að fólk með mikla þingreynslu og lífsreynslu þokar og jafnvel víkur fyrir nýliðum. Það eru einmitt duglegustu þingmennirnir sem ekki taka þátt í hégómaskapnum og yfirborðsmennskunni. Að vísu er það svo að ,,elli kerling” vinnur á stjórnmálamönnum eins og öðrum, en nú orðið er gengið lengra og lengra í leitinni að frambjóðendum án fortíðar (og þar með án reynslu) og sem líta vel út á skjánum. Í nágrannalöndunum er ekki farið eftir útlitinu, sbr. forsætisráðherra Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar.

Áður þurftu frambjóðendur að undirbúa sig, hugsa, þeir skrifuðu greinar og fluttu ræður og erindi. Nú gengur þeim best sem blaðra mest óundirbúnir í beinni útsendingu. Stundum heyrist fólk vilja „eitthvað ferskt“á lista flokksins síns. Ég vil ferskt grænmeti, en þó ekki sjá það inn á þing. Yfirborðs- og auglýsingamennskan keyrir um þverbak.

Vitað er að hlutfall lífeyrisþega af kjósendum mun fara hratt vaxandi á næstu árum. Það þýðir að eldri borgarar verða að taka aukna ábyrgð og standa saman. Í Danmörku eru nú td. tveir flokkar eldri borgara að hasla sér völl og búa sig undir að bera ábyrgð. Það verður ekki hlustað á eldri borgara nema þeir ógni fjórflokknum.

Hugmynd mín er að það verði gert með eftirfarandi hætti:

Flokkur Eldri borgara, FEB, þverpólitískt framboð, sækist sérstaklega eftir starfskröftum fólks með þing- og lífsreynslu, hvar í fjórflokknum sem það hefur staðið. Vitneskjan um þetta mun bæði skáka yfirborðsmennskunni og hégómaskapnum og vera raunhæfur kostur fyrir þingmenn sem samt sem áður hefur verið bolað út, s.s. með smölun óflokksbundinna í flokkinn rétt fyrir prófkjör.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: